Helgin já helgin. Alltaf gaman að komast úr bænum og anda að sér fersku sveitalofti. Keyrði uppeftir með Erni vini mínum og hann minnti mig reglulega á það að ég væri borgarbarn. Hann er uppalinn fyrir norðan á beljubæ. Þetta; borgarbörn vs. sveitabörn verður alltaf held ég. Og allir hafa lúmskt gaman af.
Á föstudag fór ég í útilegu á Flúðum og við tókum leikinn Bachelor/Djúpa laugin. Ég vann ekki. Fékk reyndar ekki neitt stig minnir mig. hahahah En svo var sungið og trúnóast helling. Alveg fínt bara.
Svo á laugardeginum keyrðum við í Þrastarlund. Aldrei nokkurn tíma hef ég komið í bústað jafnvelstaðsettan. Jöminn það var svo fallegt að ég lét eitt lítið tár leka í tilefni þess;) Hópurinn sem þar beið var jafn skemmtilegur og fegurð umhverfisins. Við grilluðum steik með stóru S-i og spiluðum Yatzi og svo sungum við í svona 4 tíma stanslaust. Þetta lið kann sko að fara í sumarbústarferð. Um morguninn borðuðum við svo hafragraut og brauð með osti. Frumlegasti þynnkumatur semég hef borðað. En shit hvað það virkar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli