Helgin er hafin, hún byrjar vel hjá mér....en þetta er bara rétt að byrja. Var að koma úr hádegismat hjá ömmu og afa. Fékk svikin héra með brúnni sósu og bláber með rjóma í eftirrétt. Ætli það sé lekkert!!!
Núna fer maður í ekta stelpusumarbústaðrferð, þar sem kjullinn grillast, brrrrrrjóstin tryllast í nuddpottinum og hvítvínið rennur um æðar bronslitaðra líkama okkar. Strákar í algleymi...þurfum ekkert á slíkum að verum að halda!
Boobies og butts á Laugavatni í kvöld! Ekki missa af þessu hér á dilja.blogspot.com...!!!!
Á morgun er það JET SKI og BBQ við Hafravatn. Förum í útileiki, hlæjum dátt og syngjum söngva útí kjarri. Svo þegar kvöldar tekur fer ég kannski í 101 og verð artie og fer á Innipúkann í Iðnó. Fæ mér bjór og blikka stráka. Já það má með sanni segja að laugardagurinn verði ansi fjölbreyttur hjá mér:P
Sunnudagur: Þá tekur íslenska menningin við og ég hendist í flugvél og stefnan er tekin á ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM. Þangað hef ég 3 sinnum farið áður og skemmt mér vel. Vona að þetta verði geðveikt. Kannski verð ég hösluð út á flottu húfuna mína, eins og síðast þegar ég fór á útíhátíð. Las það á síðunni hjá min venn johann að það er víst mjög móðins núna. Alltaf gaman að vera ástfangin í örfáar klukkurstundir og svo bara....."bye my love (hvað sem þú heitir nú aftur)" hehheh!
Jæja, verð að fara. Sveitin bíður ekki endalaust eftir þokkadís eins og mér! Hafið það gott elsku fólk sem les síðuna mína....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli