mánudagur, júní 30, 2003

Mikið er ég orðin þreytt á þessu Feminstafélagi íslands (sorry Halla mín). Síðan hvenær hefur reiði og nöldur virkað á fólk? Þær eru svo reiðar finnst mér, ég nenni bara ekki að eyða orku í að vera alltaf svona reið og setja út á allt. Ég sat á Vegamótum í gær og þar sat ein "ráðskonan" á næsta borði við mig. Hún tók allan moggan og gagnrýndi hann. Á hverri síðu var e-ð sem misbauð henni. Svo kom ein í Kastljósið til mín um daginn og hún var geðveikt að fela e-a klauf á pilsinu sínu, passa að það sæist ekki í útsendingunni...Bíddu hvað er málið? Má fallegt kvenlegt pils allt í einu ekki vera með klauf. Hún var nú svo langt frá því að vera hóruleg þessi dama að hún þurfti engar áhyggjur að hafa.

Þetta félag er búið að ganga of langt. Mér finnst þær orðnar kjánalegar.
Auðvitað er mikilvægt að berjast fyrir jafnrétti. Það vil ég líka. En afhverju að vera svona reiður alltaf hreint og með þessi þungu jafnréttisgleraugu á nefinu og sjá alltaf það versta í öllu og nöldra yfir því. Ég hef ekkert séð frá þeim sem gefur hið jákvæða til kynna. Jú bleika þemað um daginn:) Það var gaman!

Engin ummæli: