fimmtudagur, júlí 31, 2003

Ég elska að vera í fríi. Búin að hafa það svo gott sl. vikuna. Nóg að gera. Alltaf e-r í fríi.
Fór með Höllu femínista og blaðamanni og perlu í æðislegan hjólreiðartúr á þriðjudaginn. Hjóluðum sjávarleiðina frá Nauthólsvík og uppí Laugardalslaug. Ekkert smá hressandi. Enduðum í pottinum á svaka trúnó. Á mánudag gerðist ég móðir hennar Oddlagar vinkonu minnar. Fórum í sund og lunch með Önnu og Elmu sunddrottningu. Svo niðrá tjörn að gefa öndunum. Þar gerði Oddlaug sér lítið fyrir og datt aðeins útí tjörnina. Ragnar stökk hetjulega á eftir henni og bjargaði henni frá "ógurlegu" öndunum. Frekar fyndin sena...

Jæja núna er það allskonar stúss með Sörunni. Svo byrjar aðalhelgin á morgun...
Eftir mjö-hög mikla þátttöku í hinum ýmsu sms-leikjum hef ég loksins gerst svo merkileg að vera orðin vinningshafi yfir 2 glæsilegum bíómiðum. Ég og uppáhaldsstrákurinn minn ætlum á deit...

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Mér líður þessa dagana eins og það sé svona hringiðja inní mér. Svona eins og vifta kannski. Þetta kalla ég geðshræringu. Stundum snýst viftan frekar hægt og þá er ég bjartsýn og örugg um að í Hollandi verði æðislegt. Þá trúi ég því að peningmálin mín verði í lagi, að mér lítist strax frá upphafi vel á skólann, að ég fái herbergi sem allra fyrst, að hollenskan mín sem er e-sstaðar þarna inni svífi uppá yfirborðið eins og þegar maður kafar niðrá botn og spyrnir sér svo aftur upp. Svoooona hratt:)

Stundum snýst vifta þessi hinsvegar mjög hratt. Þá finnst mér ég jafnvel þurfa að taka kvíðastillandi. Svona skref í lífinu er streituvaldandi atburður. Þá er ég hrædd um að ég verði ekki ánægð með skólann, fái ekki húsnæði, eigi ekki pening, fólkið þar sé bara allt öðruvísi en ég, að ég eigi eftir að vera með svo mikla heimþrá til íslands að ég eigi eftir að fá líkamleg einkenni.


....en mikið hef ég gott að þessu öllu saman:) í dag snýst vifan hægt, nema kannski áðan þegar ég fékk að vita að LÍN býður mér 45.000 á mánuði í lán. úff þetta er alveg "æðislegt" :)

föstudagur, júlí 25, 2003

The Bréfið er komið í hús

Ég

komst

inn!!!

Eftir mánuð flyt ég til Hollands og sest á skólabekk, og þar verð ég næstu 4 árin.

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Mig langar geðveikt í svona kattatúlk. Það er svona tæki sem maður lætur upp við kisu, í mínu tilfelli frú Daníelu, þegar hún er að mjálma og þá segjir tækið mér hvað hún er að segja. Hhahahhah ég sé þetta svo ansi skemmtilega fyrir mér; ég og kötturinn bara á trúnó uppí rúminu rétt fyrir svefninn.
Það er svo gaman að vera svona í fríi. Mér líður svo vel stundum að vera bara að dúllast e-ð.
Í dag var ég ekkert smá posch á því og fór á lönsdeitfund á Nordicarestaurant. Í svona hádegishlaðborð. Fékk meira að segja sushi og borðaði mest að því og fékk mér hvítvín með. Nammmmmi! Best í heimi. Svo í dessert var e-ð svona crémebruille (ok kannski ekki rétt skrifað, en smá plús fyrir viðleitni) og kokkurinn notaði geðveikan eldfuna til að búa til skorpu ofan á, alveg hress! Bara beint fyrir framan nefið á okkur. En shit hvað það er núna uppáhalds mitt, elska svona vanilla e-ð allt saman;)
Alltaf gaman að lifa sem hæst þegar peningurinn er enginn til....


Mikið rosalega sem hlutir eins og tónlist og lykt hafa mikil áhrif á líf mitt stundum. Þetta eru hlutir sem ég byggji minningar mínar svo mikið á. Þær koma bara óvart inn og svo næst þegar ég finn lyktina eða heyri lagið og hugsa um hvað ég gerði síðast þegar ég fann eða heyrði, þá veit ég að minningin varð til. Stundum geri í því að fá minninguna upp. Hlusta á lagið og plokka fram augnablikið. Yfirleitt eru það augnablik sem létu mig líða vel á sínum tíma. Stundum er það erfitt að hugsa til þess að þetta muni ekki gerast aftur. En auðvitað á ég bara að vera ánægð að þetta er hluti af ævi minni.

Einu sinni fór ég í snyrtivörubúð og fékk að spreyja rakspíra á pappa. Þetta var sko lykt sem strákurinn sem ég var skotin í þá notaði alltaf. Svo stundum tók ég pappann úr jakkavasanum mínum og lyktaði af honum...og leið vel:) Alltaf gott að vera smá crazy... Sérstaklega þegar enginn veit af því. Nema þú núna.

Jæja klukkan er núna að verða 3 um nótt og núna er næstum því myrkur. Ég er soldið meir og þess vegna skrifa ég svona meira færslu. En mér finnst svo gaman að vera vakandi svona seint og vita af því að ég er ekki að fara að vakna við klukkuna í fyrramálið....kannski önnur saga með alla vinnumennina sem eru að bora og saga hérna í hverfinu...já það má með sanni segja að þingholtin eru hverfi í uppbyggingu, allir að gera upp kofana sína;)

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Vá það líst öllum svo vel á þetta ferðalangaplan mitt. Mér líst svo vel á þetta ferðalangaplan mitt. Mömmu líst hins vegar mjög illa á það. Er svo hrædd um að mér verði rænt af e-um, eða lendi í e-u hræðilegu. Það er auðvitað hennar hlutverk að hafa slíkar áhyggjur.

Einu sinni þegar ég kom að heimsækja hana til Hollands eftir að ég var flutt heim þá fórum eins og svo oft áður í bæjinn að kaupa föt. Fórum í eina stóra H&M, að sjálfsögðu. Og eins og gengur og gerist fer maður að browsa og bara sína leið inní búðinni. Þegar ég er búin að vera ein í svona rúml. hálftíma heyri ég nafnið mitt kallað upp í kerfinu. Fannst það svona frekar hallærislegt og rölti rólega að infó deskinu. Þar sé ég mömmu tala í öngvum sínum við afgreiðslustúlkurnar. Heyri þær spyrja hvað ég sé gömul og mamma alveg: "hún er 19 ára". Ok, þær voru ekki alveg að skilja afhverju lætin. Héldu frekar að um væri að ræða eina 4 ra ára dömu.
Svo kem ég til hennar...
D: Hey alveg róleg mamma mín, afhverju ertu að láta kalla mig upp?
M: Ég er búin að leita af þér útum alla búð heillengi núna og skildi ekkert í þessu (alveg móð af æsing:)
D: Ég var bara að máta fullt af fötum inní klefa
M: Já ég hélt kannski bara að þú værir farin
D: Já eins og ég myndi bara rölta héðan og fara mína leið í dag
M: Nei, en ég hélt kannski að einhverjir Arabar hefðu tekið þig með sér, rænt þér
D: Já og ég hefði bara gengið með þeim út alveg hljóðalaust er það ekki?
M: Þeir hefðu kannski geta sprautað þig í rassinn með e-u deyfilyfi og dregið þig með sér út....

Jáhh, ört slær móðurhjartað.....ört fer ímyndunaraflið á stað þegar hræðslan tekur við. Þetta er ekki í eina skiptið sem við mæðgurnar höfum átt slíkar samræður. Stundum er ég sko alveg í hennar hlutverki:)

mánudagur, júlí 21, 2003

Ég er búin að ákveða plan B fyrir haustið...

...ef ég kemst ekki inní skólann í Hollandi (btw. ekkert bráf komið ennþá) þá ætla ég að fara í bakpokaferðalag til Asíu.

Fara inní fullkomið tímaleysi og hætta að hlaupa á eftir klukkunni, peningum og ímynd.
Núna er mánudagur, mánudagur til mæðu, mjög grár mánudagur og allt það sem þú getur ímyndað þér um agalega blúsaðan mánudag...

Helgin fór í að komast að því að karlmenn lifa í öðru zone-i en við konur og ég skil þá ekki og mun aldrei skilja. Eina það sem ég get skilið er það, það að ég mun aldrei skilja þá...ekkert mál að sætta sig við það svo sem. Svo lengi sem þeir fá ekki að setja allt á annan endann hjá okkur dramadrottningunum....konunum semsagt. En lífið er nú líka skóli til að læra....og já ég lærði ýmislegt um mig og aðra um helgina!

föstudagur, júlí 18, 2003

mmmm hÁdegið búið

við grilluðum allskonar grillmat og svo bara flöskubjór með. sátum úti og kannski fékk ég lit á snoppufríða andlit mit. Hann EINAR var þarna líka svo það sé á hreinu, og já einar ég er að skrifa þetta í vinnunni;) hahahha

en svo er komið í ljós að ég er ekkert hætt hérna eftir daginn í dag.... ég þarf líka að vinna á mánudaginn. Þannig að kannski er bara líka bjór og BBQ í hádeginu þá.

Núna er klukkan 2 og ég er að hlusta á lagið Je t´aime tölvunni minni, það er nú soldið sexy lag... Hún Halla hérna í vinnunni minni fer alltaf að flissa þegar við hlustum á það. Henni finnst svo fyndið að heyra að konan sé að fá það bara beint fyrir framan eyrun okkar. En já klukkan er 2 og eftir 3 tíma ætla ég að hjóla á Austurvöll og hitta fólkIÐ og fá mér meira bjór og svo langar mig líka að djamma í kvöld, en ég veit ekki hvað ég á að gera. Það kemur í ljós ég er bjartsýn á að fólk sé í stuði....hmmm!
það er komin föstudagur, það er loose friday í vinnunni minni af því að í dag er síðasta dagurinn minn héddnhha! Við ætlum að fá okkur öl í hádeginu til að kveðja hvort annað. Mér finnst svo gaman að drekka bjór í hádeginu. Þá líður mér smá eins og ég sé í köben... Það er ekki slæmt að líða eins og maður sé í Köben!
Ég var svo ánægð þegar ég hjólaði í vinnunna í morgun, sá að það var komin röð frá skífunni og nánast heim til mín útaf miðasölunni á FOO FIGHTERS. Það er svo gaman þegar það er svona hipe í gangi. Hlakka til að fara að vinna við þessa tónleikos... Alltaf gaman að grúppíast í höllinni!

Harpa: er ekki grúppíufundur á Nordica í næstu viku???
Ekkert bréf komið frá La Hollandesoss. Ég bíð enn róleg

En ég hitti stelpu um daginn sem býr í Frakklandi. Sagðist vera að vinna og ætti kærasta. Ég sagði henni að ég væri líklegast á leiðinni til Hollands, en ætlaði einmitt ekki að eignast kærasta þar. Ætla aldrei að eignast útlenskan kærasta. Einmitt, hún kannaðist við þetta og sagðist hafa lofað sjálfri sér þessu fyrir 5 árum síðan. Hún hitti hann fyrsta kvöldið sem hún kom út! Systir hennar hafði líka lofað sér þessu, flutti til London. Hún eignaðist kærasta fyrstu vikuna þar.

Ég er smá smeyk...

miðvikudagur, júlí 16, 2003

oh.. þegar ég kom heim í gærkvöldi beið mín stórt silfurlitað umslag, virtist vera svona V.I.E (very important envelope). AÐ sjálfsögðu hélt ég að þetta væri THE ENVO... En nei, þetta var VR blaðið.... uuummmfflllhh!

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Þá er biðin hafin...

Í dag byrjar formlega seinni hluti júlí... Í dag byrja ég þá að bíða eftir hinu fræga bréfi frá skólanum í Hollandi. Það á að koma í seinni hluta júlí.

Ég leyfi ykkur að fylgjast með biðinni:)
Við erum að tala um að það kom 17 ára gutti og sá garðinn hjá mér og Ragnari og bauð okkur að taka hann í gegn fyrir 1500 kall. Já honum einfaldlega blöskraði þegar hann sá hvað hann var illa hirtur. eeeehhhhuumm! Ok við ragnar tókum samt meðvitaða ákvörðun í vor um að leyfa garðinum að vera soldið wild, leyfa honum að vaxa og dafna að vild. En já ég viðurkenni alveg núna að þetta er ekki til sóma og ætla að leyfa unga manninum að orfa aðeins til þarna....
Spilaði í gær spil sem heitir Let´s buy Hollywood. Sem er svona matador slash hættuspilið. Það líkist matador að því leiti að maður er að kaupa svona eignir. Það líkist hættuspilinu að því leiti að maður getur verið andstyggilegur við hina. Svo er maður að búa til kvikmyndir og græða á þeim og reyna búa til veldi.

Ég vann!

Það vilja bara ekki allir sætta sig við það, en það er allt í lagi.
Ég var að lesa á síðunni hennar Möggubest/mús/hugrúnu að hún vakanaði um daginn og hringdi í Flugleiðir og spurði um miða til NY og fór sama dag kl. 16.30. Hvað gerir hún sem ég geri ekki? Afhverju get ég ekki bara gert þetta? Hún getur ekki verið það múruð, hmmm! Svona vil ég hafa þetta. Einu sinni hringdi konan hans pabba í mig seint á miðvikudagskvöldi og spurði hvort ég vildi koma með til London á föstudagsmorgni (1,5 sólarhringur) og svo einu sinni sá ég nettilboð til Edinborgar á mánudegi og fór á fimmtudegi (3 sólarhringar). Þá var farið á 9.800 kall. Núna hafa nettilboðin hækkað soldið.

En ég er ennþá til í e-ð svona! Eftir viku verð ég komin í sumarfrí... Blönk en til í að eyða framyfir til að búa til minningar sem fá til að brosa í ellinni.

mánudagur, júlí 14, 2003

ég mæli ekki með því að hjóla í þröngu pilsi
þá þarf maður einhvern veginn að sitja mjög framalega á hjólasætinu og já... þá er það smá óþægilegt í rallann sko.

maður á alltaf að gefa góð ráð þegar maður fattar uppá þeim sjálfur...
Jesúss hvað lífið er búið að vera huggulegt hjá minni síðustu daga, mín kann sko að hafa það gaman og hafa það gott, ég get svarið það!
er að pæla í að taka smá uppdeit fyrir aðdáendur mínar braaa!!

...fim: skellti mín sér í bíó og sá Tjarlís engjöls. Ég elska svona stelpurokk allt saman og langaði helst að verða strákur og reyna við þær allar 3 og svo langaði mig líka að standa upp í súperman stellingu og segja jeeeee jú gó görls!! Eftir bíó var það bjór á Ölstofunni með vinum sem heita Sexy, Chef og Popp, sjálf er ég Dill. Alltaf svo gaman að vera með svona dulnefni, hmmm;) Við töluðum um parís og örugglega e-ð um kynlíf, ef sexy var þarna... En vitið þið ef maður drekkur einn tvo bjóra þá kemur bara tvennt til greina:
-þreyttur
-svangur
Við urðum svöng og ákváðum að rigga upp einum late night dinner á njallanum. Bara mexíkó matur og kertaljós og sigurrós undir. Vá lífið er ljúft, ég er búin að segja það...

.....fös: eðal kvöld frá byrjun til enda! Hún Helga sugarskvís átti 28 ára afmæli (ber það reyndar ekki með sér stúlkan) hún bauð okkur(gellum) til Maj-Britt í kokteil og svo fórum við á Austur-Indía fjélagið. Ok ég hef aldrei farið þangað áður og OMG þetta er æ-ð-i-slegur staður... 10 ********* frá mér! Bara pínu dýrt. Svo fórum við í Cosmó til Tin Tin á Kaffibarnum. Þaðan lá leiðin á Hverfis, beint á dansgólfið og vorum þar næstu 3 tímana og dönsuðum við ÖLL lögin. Misgóð að vísu, en ég lét mig hafa það.

Eins og sannur djammari (meira en sumir; hmm Maj??;) endaði ég á eðalbúllunni 22 og þar lak svitinn úr loftinu og allir að djamma eins og þetta væri þeirra síðasta djamm. Ég fór í ljótugæjahöslkeppni við Sunnu mannfræðing. Ég man samt ekki hver vann, við vorum báðar miklar keppnismanneskjur! Sunna reddaði nýjum og nýjum bjór sem rann mjúkt um æðar okkar og það var sko ekki hægt að hætta að djamma þegar ljósin kviknuðu. Þannig að ég og Chef ákváðum að halda "veryearlymorgningbreakfast" og tókum taxa uppí 10 11 lámúla og keyptum beikoneggostbrauðdjúsogís og hann eldaði einn ekta trukk þegar heim var komið og við horfðum á Moulan Rouge þangað til augnalokin þyngdust.

...lau: var í náttfötunum frá laugardagsmorgni þangað til klukkan 3 á sunnudag. Þetta kalla ég sko að slappa af. Alltof langt síðan ég hef gert það. Svaf mikið, fékk heimsóknir sem nudda mann og slúðraði fullt og sendi fullt af smsum og talaði fullt í símann og horfði enn meira á video.

...sun: Svo loksins þegar ég dreif mig á fætur þá fórum við Sara í sund og gufu. Endurnæring! Ég var sem dópuð eftir þetta. Svo fórum við að heimsækja einn splúnkunýjan frænda hennar. Ég fékk að halda á prinsinum og ég verð bara að segja eins og er að ég tek mig rosalega vel út með svona barn í fanginu. Ég stóð fyrir framan spegilinn og dillaði með hann og já þetta var bara mjög flott...

Núna sit ég á mánudagseftirmiðdegi og er hress, mjög tjilluð enda að hlusta á tjillaða músik. Fattaði eftir nokkur lög að þetta eru nánast allt lög sem minna mig á gæja sem ég hef verið skotin í...hahahah! En vá það er allt að gerast hjá vinkonum mínum núna! Ekkert smá spennó....svona er sumarið...svona er sumarið 2003!

fimmtudagur, júlí 10, 2003

Núna er ég aftur að reyna að grennast. Grennstist soldið um daginn hjá henni Báru minni. Er svo búin að sukka og svína síðan og bæta e-u á mig á ný (ömurleg tilfinning!!!)
En einn liðurinn af því að vera "íhollustinni" er að drekka mikið vatn. Það geri ég og þal er ég alltaf í spreng. En það er ekki það versta, það versta er að það er verið að gera upp klósettin í vinnunni. Dagurinn hjá mér einkennist af því að þurfa að pissa . Er búin að prófa nokkur klósett hérna í hverfinu, í hádeginu verð ég að fara að borða á stað sem býður uppá ágætisklósett, þegar ég fer á fundi arka ég fyrst á klósettið án þess að heilsa viðkomanda og svo get ég hafið fundinn.

Jæjaætliþaðsé?
Smá aðstoð hérna!
Hvað gerir maður ef maður kaupir sér rúmföt sem maður er búinn að láta sér dreyma um í 2 ár eða svo og kaupir svo mörgum fersentimetrum of stór. Það er ekki hægt að skila þessu, því ég er búin að taka þau upp og rífa pakkninguna.
Á ég að reyna að sauma þau eða....?

Mér er alvara, ég verð að fá e-r húsráð hérna!!
Það var stór stund í lífi Diljár í gær. Já, e-ð sem margir hafa beðið eftir (skil samt ekki afhverju, hehh) en allavega: ég byrjaði að drekka kaffi!!! Ég var á súfistanum með Mr. Popp og fékk sopa af kaffinu hans sem og svo oft áður, en í fyrsta skiptið fannst mér það gott á bragðið. Þannig að ég stóð upp og pantaði "kaffilatte, einfaldur expresso, með extra þykka froðu og frönsku vannillu sírópi" Fannst ég svo heimsvön kona, með mitt kaffi á hreinu. Afgreiðslutelpan horfði á mig og sagði: "Þetta er nú meira kisukaffið" og hristi hausinn.

miðvikudagur, júlí 09, 2003

2NÆT ÆM GÓÍNG 2 THE THEATRE WITH SOME FRIENDS, VÍ ARE GÓÍNG 2 SÍ TJARLÍS ENGJÖLZ IN ÐE REINBÓ ON HÚDSTREET...
Jingle bells jingle bells...

Hún Sigrún mín bauð mér í mat í gær. Hún Sigrún mín elskar sko að elda. Enda speglast það í matnum hennar. Svo held ég líka að Sigrún sé besti gestgjafi í heimi, það neitar því enginn! En allavega þar var hún Guðrún vinkona hennar og við fórum að tala um jólin eftir matinn. Sátum örugglega í svona hálftíma að lýsa jólum okkar fyrir hvor annari. Rifjuðum upp eftirminnileg atvik frá því í æsku. Svo er ég búin að vera að hugsa um ýmislegt sem fyrirtækið sem ég vinn hjá ætlar að gera fyrir jólin og tengist þeim. Veðrið úti er heldur ekkert sumarlegt finnst mér. Þannig að ég held að ég sé bara "komin í hátíðatskap" eins og hún Helga mín Möller.

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Helgin já helgin. Alltaf gaman að komast úr bænum og anda að sér fersku sveitalofti. Keyrði uppeftir með Erni vini mínum og hann minnti mig reglulega á það að ég væri borgarbarn. Hann er uppalinn fyrir norðan á beljubæ. Þetta; borgarbörn vs. sveitabörn verður alltaf held ég. Og allir hafa lúmskt gaman af.
Á föstudag fór ég í útilegu á Flúðum og við tókum leikinn Bachelor/Djúpa laugin. Ég vann ekki. Fékk reyndar ekki neitt stig minnir mig. hahahah En svo var sungið og trúnóast helling. Alveg fínt bara.

Svo á laugardeginum keyrðum við í Þrastarlund. Aldrei nokkurn tíma hef ég komið í bústað jafnvelstaðsettan. Jöminn það var svo fallegt að ég lét eitt lítið tár leka í tilefni þess;) Hópurinn sem þar beið var jafn skemmtilegur og fegurð umhverfisins. Við grilluðum steik með stóru S-i og spiluðum Yatzi og svo sungum við í svona 4 tíma stanslaust. Þetta lið kann sko að fara í sumarbústarferð. Um morguninn borðuðum við svo hafragraut og brauð með osti. Frumlegasti þynnkumatur semég hef borðað. En shit hvað það virkar.

föstudagur, júlí 04, 2003

újeee

rokklingurinn bara á leiðinni í sveitina með krúinu sínu! allt reddí, með afabíl í láni, búin að fara og kaupa vín, keypti einnota grill og grillkjöt ogpulsur á 40% afslætti í Bonusstore og svo kemur mamma með svefnpokann og gönguskóna til mín á eftir. Já og svo er maður auðvitað með eitt stykki eðal og prófessional gítarleikara eða guitarplayer eins og við segjum á útlensku.... getur ekki klikkað!

Góðu Guð,
þú sem ert á himnum helgi þitt nafn og gefðu okkur gott veður á suðvesturhorninu. Ég skal ekki gera neitt af mér um helgina...LOFA;)

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Gleymdi einu:

....égeríséðogheyrt!!!!!! whoopaa! ég sem hélt að myndin mín yrði ekki birt, en noohh. Svo er ég meira að segja lessudeit á myndinni, en amma fattaði ekki neitt þannig að þetta er allt í lagi! Svo maður er bara ekta elíta inn við beinið. Mitt markmið í lífinu er að hafa sem flestar myndir af mér í þessu virtasta tímariti þjóðarinnar.

Mitt markmið í lífinu er líka að stytta bíótreilera. Hvað er málið að sýna bara úr ÖlLLUM atriðum?
Ég fór í Ikea áðan og kíkti á 1000 vöru útsöluna, keypti svona 5 af 1000 semsagt. Eitt var sængurfatasett sem mig er búið að langa í í svona 2 ár en aldrei tímt að splæsa á mig. Það var ekkert smá góð tilfinning...
Svo sá ég líka svona herbergi sem er búið að dekköreita, svona lítið rými pælingin. Þá fékk ég svona fiðrildi í magann, fór að ímynda mér hvernig þetta verður þegar ég verð komin til Hollands. Ég er nefnilega búin að vera svo stressuð við að flytja út í smá tíma. Þannig að það er gott þegar svona spennutilfinningar koma og ég hlakka í alvörunni til. Núna er bara að bíða eftir svarinu úr skólanum...það kemur í lok júlí.
Stoppponðeneimoflovbíforjúbreikmæhort...sjeikittoóoóooveeer!

Vá alveg pissandi rigning hérna fyrir utan gluggann á "hornskrifstofunni" minni. Mér finnst eins og ég þurfi að pissa oftar þegar hann rignir svona mikið. Best að rannsaka það? Alltaf gott að hafa eina rannsókn í gangi
Hey einn leikur:
hvergetur botnað þetta;

"mynband þetta er eingöngu ætlað......."

sko botna alla leið. Og þá færðu verðlaun....jeeeeijjj!

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Það er eitt sem ég skil ekki...

...afhverju eru svona ströng og fáránleg lög hjá LÍN? Ég skil ekki afhverju ég, manneskja sem vinnur 6-7 daga vikunnar, þal með ágætis tekjur fæ ekki full námslán. Ég skil ekki þessa eftirgreiðslu. Afhverju fæ ég ekki bara námslán áður en ég hef þetta nám mitt? Ég skil þetta ekki. ÉG ER AÐ BIÐJA UM LÁN HÉRNA Í GUÐANNA BÆNUM! Ekki styrk, eins og flest lönd í kringum okkur. Vilja mennta fólkið sitt. Hérna er það bara barátta að fá að mennta sig. Það er nú ekki langt síðan að reglan um að hafa undirskrift á tryggingavíxli lánsins var afnumin. Þar áður gátu sumir bara ekki farið í nám af því að þeir áttu ekki aðstandendur sem voru borgunarmenn.

Af hverju í ósköpunum er þetta svona?