þriðjudagur, júní 18, 2002

ok er að vakna aðeins...það var gaur að koma frá útlöndum, og hann bauð öllum uppá fríhafnarnammi (toblerone og daim), ég afþakkaði heilsusamlega þegar hann bauð mér, en svo setti hann bara körfuna á skrifborðið sitt troðna af súkkulaði...og hann er hliðina á mér! ......Ég er búin að fá mér 8 sinnum! ummhmm...já og er svona að hressast við, svona eins mikið og hægt að verða í svona drungó veðri eins og í dag.
En allavega helgin var fín:
BBQ-ið var skemmtilegt, átti að verða róelgt en við duttum ágætlega í það. Áður en ég vissi af var ég búin að setja "Allir djamma hjá Samma" úr Bugsy Malone á fóninn og tók þessa þvílíku Charleston sveiflu fyrir liðið. Það er eins og e-ð komi yfir mig stundum...hmm? Þú veist,halló, hvenær lærði ég að dansa charleston??? En þetta vakti lukku..kannski aðeins og mikla lukku! Á ég að vera sár yfir því hvað þau hlógu mikið???? Pæling...
En svo var ég e-ð að spyrja Söru í gær hvort þetta hefði verið glatað og hún alveg: "nei DJ þetta var alveg flott,maður gerir ekkert svona nema það sé momentIÐ"! Ok kannski rétt! Þá fór ég að pæla hvað er EKKI SVONA moment? Pæliði í því ef ég myndi bara allt í einu setja "Allir djamma hjá Samma" á hér uppí RÚV og byrja dansa fyrir samstarfsfélagana uppúr þurru. Það væri ógeeeðslega fyndið. Sérstaklega þar sem ég þekkji liðið ekkert geðveikt vel ennþá. Þú veist: er ekkert svona "Diljá aðalgellan" (eins og ég er mjög oft).

Engin ummæli: