laugardagur, júní 08, 2002
Ég vaknaði áðan við það að hún Daníela litli kettlingurinn minn sat á koddanum og starði á mig. Pæliði í því hún er svo klár að hún veit að það er sálfræði í þessu; ef maður horfir nógu lengi á sofandi manneskju þá finnur undirmeðvitundin fyrir því og maður vaknar. Hún er ekki nema 10 vikna!!! Ég lærði þetta þegar ég var 13 og var að horfa á Beverly Hills 90210, þá gerði Brandon þetta við Jim (sem er pabbi hans). Útfrá því gerði hún Harpa sem var jafnhúkked á 90210 þessa tilraun á mér. Það var verslunarmannahelgina ´96 þegar við fengum húsið hans Bjögga lánað og héldum partý og rústuðum húsinu....já já ok þá vaknaði ég á lau.morgunn við það að hún starði á mig þangað til að ég vaknaði. Hana langaði svo í rúnstykki en vildi ekki borða ein þannig að hún prófaði trikkið-----sem virkaði!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli