mánudagur, júní 24, 2002

Þau hérna í Kastljósinu eru að undirbúa þáttinn í kvöld....það verður rætt um misrétti á vinnustöðum, þá aðallega á ungu fólki! Ég var ekki lengi að stökkva til og sýna umræðuefni kvöldsins áhuga...þar sem að þetta er orðið mikið hitamál hjá mér...nánast áhugamál. Allavega finnst mér mjög gaman að tala um þetta, enda hef ég margt að segja! Búin að lenda í ömurlegum vinnuveitundum sjálf sko. Þau spurðu hvort ég væri til að koma í stólinn (samt hún var örugglega að djóka) En djö... væri það alveg mega cool ef ég fengji bara að tjá mig fyrir framan þjóðina og fá að segja: "RAKEL SVEINSDÓTTIR HJÁ LEIKFÉLGI ÍSLANDS; ÞÚ SÖKKAAAAAAR!!!"


En annað Kasljós tengt efni:
Ég er að fara að vinna í því núna, er bara byrja í dag sko! Já allvegana, hva 4.júlí koma guttarnir í Travis til landsins og þá koma þeir pottþétt í viðtal eins og Coldplay kom. Hahahahahha og getiði hvað fellst m.a. mínu starfi??? Það er að taka á móti gestunum!! JEs, hann er alveg geðveikt sætur söngvarinn þarna...Fran eða e-ð! Eins og þið vitið flest þá er ég sko búin að vera grúppía á launum í svona ár og djö skal ég setja mig í Dos Gardeinias (það er sko grúppíufélagið sem ég er í) fílinginn. Já djö væri nú bara fyndið að ég færi í sleik við sæta! Harpa segjir að hann sé svona akkúrat mín týpa....mar á alltaf að hlusta á svona comment í Hörpu! Hún einfaldlega veit betur!

Engin ummæli: