fimmtudagur, júní 13, 2002
Ef ég væri að tala við e-n núna, væri ég með svokallaða munnræpu. En ég hef engan að tala við, hér eru allir geðveikt duglegir að vinna (ég er með samviskubiiiit) þannig að ég pikka bara og tjái mig þannig:) Ok ég er með smá tips fyrir þá sem eiga erfitt með að vakna. Svansa sagði mér sko alltaf að Grétar æskuvinur með meiru hafi alltaf gert þetta í denn. En það er að setja slagarann með Counting crows; Mr.Jones í botn á! Vá, ég fór í geðveikan fíling og vaknaði mun hraðar. Þetta er svo happy lag og ég kann svona mátulega mikið í textanum að ég get sungið með. (Er sko ekki þekkt fyrir að læra texta mjög hratt) En allavega træ itt mæ dír frends!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli