fimmtudagur, júní 13, 2002
Guð minn góður ég held barasta að ég hafi verið að upplifa eitt skemmtilegasta kvöld ævi minnar í gærkvöldi!!! RIVER RAFTING ER ÓGEÐSLEGA SKEMMTILEGT FYRIRBÆRI!!!!!!!!!!!!! Mig langar aftur á eftir! Við vorum svona 30 manna hópur, flestir voru að vinna í ferða og hótelbransanum...nema við (ég, sara og maj-britt já og kenny(sem er hálfur íslendingur og hálfur prússi) Við vorum svona smyglarar í þessa ferð sem var í boði Íslenkra ævintýraferða (best að auglýsa þau nú í þakkarskyni) Einhvern vegin tókst okkur samt að verða athyglissjúkust og ég held sko að ég hafi orðið 8 ára aftur og tók virkan þátt í vatnslag dauðans. Þar að auki lenti ég lang oftast í ánni. Já og auðvitað hoppuðum við niður af klettinum, það var svaka fútt!!! Þakka aftur kærlega fyrir mig kæru ferðfaélagar, ég vona að ég hafi ekki gert ykkur af fíflum í 8 ára hamnum mínum:) hahaahah
Engin ummæli:
Skrifa ummæli