föstudagur, júní 28, 2002

...og það er engin önnur en hún Arnheiður Bjarnadóttir sem er sigurvegarinn í dag!!!! Til hamingju!
..en núna er ég búin í vinnunni og ætla að fara á Tapas að heiðra afmælisbarnið sjálft...hana Sigrúnu mína (mamí). Það verður stúúúð!
jæja það er engin að fatta hvaða týpa ég er í leiknum....
vísbending nr. 2
..ég er karlmaður og er frekar hommalegur, en er það samt ekki. Hver er ég?
Svara HÉR



you're girl, interrupted. you're fun and friendly, and just a little bit crazy.

take the which prettie movie are you? quiz, a product of the slinkstercool community.


það eru endalaus svona próf til........
ég er ekki alveg að nenna að vinna í dag...er sko alveg búin að sjá það út!

...pæla í að halda aftur svona keppni. Í þetta skipti er þetta svona vísbendingakeppni ég gef alltaf fleiri og fleiri clues...OK? sá þetta hjá e-um humri sem er hættur að blogga...

VÍSBENDING 1---ég er týpa í sjónvarpsþætti og er með aflitað hár....

ef þú telur þig vita rétt svar eða vilt bara giska..þá getur þú svarað HÉR
ég er svona nett þunn í dag...
fór á semi djamm í gær...svona fimmtudagsdjamm. Alltaf soldið leiðinlegt þegar lokar á fimmtudögum. Allir orðnir tipsy og komnir í kæruleysispakkann; segja FOKKITT við vinnunni sem bíður manns á morgun kl.9. En samt ekkert að gerast eftir 2. Ég hafði rænu á að fá mér geðveikt mikið svart Pringles á Sirkus (3 litla stauta) áður en ég fór heim að sofa. Það er víst e-ð betra að borða smá..já og svo tók ég vítamín. En samt er ég svona hálf mússí e-ð. Væri alveg til í að eiga eitt stykki frí!
Hún á afmæli í daaaag, hún á afmæææli í daag, hún á afmæliiiii hún Siiiigrúúúún, hún á afmæli í daaaaag!!!!!!!!!!! Hún er tuttuguogþriggjaára í dag, hún 23ja ára í dag, hún er 23 hún sigrúúúúúúun hún er 23 í daaaaaag!!!!!
Til hamingju elsku sæta vinkona min, hlakka til að sjá þig á Tapas í kvöld!

fimmtudagur, júní 27, 2002

Unnar Geir sæti vinur minn er að koma að ná í mig í vinnunna, ég er í smá pásu til 18.00, ég er svo glöð að komast útí sólina og fá mér smá ís! Þetta er svona ennþá skemmtilegra af því að þetta var svona óvænt uppástunga. Annars sá ég ekkert fram á það að komast neitt út í dag og var bara að reyna að ignora veðrið...
...bææjóoó

Já btw....

Kastljós gekk geðveikt vel í gær....ég er komin til að meika ðaaaaaaaa!
Undarlegt....

ég er eiginlega bara að fatta það núna, það eru engir sætir strákar að vinna hérna á RúV! Skrýtið því vanalega finnst mér svona kvikmyndagaurar og auglýsingaguttar og bara svo bransagæjar alltaf nokk sætir...já og finnst það, þeir eru bara ekki hér. Ætli þeir seú allir uppá Stöð 2 eða Skjá 1-um eða e-ð. Leiðinlegt! Ég er alveg til í að hafa nokkra svona sæta sem gera það skemmtilegra að fara í vinnunna á morgnana. Eins gott að ég var ekki búin að taka eftir þessu fyrr...búin að vera hér í tæpt ár, allavega svona eiginlega!
....ps mig langar geðveikt i sígó :( enda örugglega uppi í ísáti á eftir í staðinn...
Þetta er mjög skemmtilegt, þetta þarna þetta fyrir neðan. Endilega tékkið í því....
Þið verðið að kíkja á ÞETTA

miðvikudagur, júní 26, 2002

mig langar svo í nammi að ég er að deyja, fokkings uppáhaldssúkkulaðið mitt fæst líka hérna uppi í matstofu Miðfells (sem er vægast sagt mjög óspennandi mötuneyti). En bara það að vita af þessu nammi þarna uppi á 5.hæð er að gera mig brjálaða. Þetta er svo bara af því að ég er ekki að reykja (ekki búin að reykja í 3 daga:). Mér finnst þetta svo óréttlátt; ég er að breyta rétt en guð er e-ð samt að refsa mér fyrir það og láta mig langa i 500kaloríur:Ég veit; ég ætla að rölta útí Kringlumoll og kaupa mér e-ð hollt, svona bláber eða e-ð gott!
BÆJJJJJíííí
Mér finnst þessi bloggveisla algjör snilld! Leiðinlegt að komast ekki... Þetta er svona skemmtilega sorglega nördalegt..er það ekki?
Kastljós

Í kvöld er ég að keyra Kastljósið í fyrsta skipti ein og er frekar stressuð. Sérstaklega af því að þetta er bein útsending og stelpan sem kenndi mér það helsta á við e-ð skapbrestarvandamál að stríða og var svona líka að missa sig í stressi. En ég get víst ekki hugsað annað en eins og sannur Íslendingur: þetta reddast!!! Leiðinlegt samt að fokka e-u up fyrir framan 3/4 þjóðarinnar...eða e-ð svoleiðis mikið..veit ekki?
Næsta keppni verður erfiðari og ekki svona tileinkuð!
DRAUMAPRINSINN

Já hún sara mín vann fyrstu keppnina hjá mér...já hún var líka svona "ment to win"...því þetta er uppáhaldslagið hennar. Í verðlaun fær hún hann Benoný sendan heim..ef ég fæ hann ekki til að sendast til hennar..þá sendi ég myndir OK sara??? Ég set síma og heimilsfang með myndunum...

þriðjudagur, júní 25, 2002

svara í gestabók
ok ég ætla að hafa smá keppni hérna á blogginu...svona fá smá viðbrögð hjá ykkur sem lesa þetta hérna hjá mér:) Þetta er leikur sem við Kolla erum mjög oft í á MSN. En hann er þannig að við skrifum línu úr lagi og svo er bara að geta hvaða lag það er......OK. Svo ef þetta verður e-ð fastu liður hérna þá geri ég allskonar annað...týpur úr sjónvarpinu, kvikmyndir...blablabla..OK??

"vinur kæri vinur viltu elska mig heitt...svo skal ég ekki biðja um neitt!"

vísbending:
íslenskt lag frá ´82

mánudagur, júní 24, 2002

Jæja, nú er ég þá búin hér í dag. Skipti núna yfir í Kastljósið og hef þá minn feril sem skrifta... Spennandi:)

Find your inner smurf



Ég vissi svo áður en ég tók þetta próf að ég yrði hann....En nú er sko komið nóg af þessum prófum..þetta var það síðasta! En ég hugsa þetta sko alltaf þegar ég tek próf. Æ FOKK ITT!
Ég er ekkert smá að fíla hásu röddina mína sem ég fékk í veikindunum...eða kannski að því að ég fór veik að vinna á Sirkus og hrundi í það í vinnunni....þetta er alveg líbó vinnustaður!!! En ég ætla ekki að taka 10 staup í vinnunni aftur....kannski aðeins of mikið, hmmmm? Æ þið vitið ég var komin í "bestaðhringjaífólkklukkan7:30tilaðspjalla" Halló? Væri alveg til í að heyra í nokkrum talhólfum sem ég las inná...
En allavega röddin mín er geðveikt cool, vona að hún verði lengi svona! Ég hélt að ég væri sú eina sem væri að fíla að vera hás, en svo á svona s.l. árum hef ég verið að heyra í fleirum sem undirniðri fíla það! Ég ætti kannski að gera svona skoðunarkönnun....!
Þau hérna í Kastljósinu eru að undirbúa þáttinn í kvöld....það verður rætt um misrétti á vinnustöðum, þá aðallega á ungu fólki! Ég var ekki lengi að stökkva til og sýna umræðuefni kvöldsins áhuga...þar sem að þetta er orðið mikið hitamál hjá mér...nánast áhugamál. Allavega finnst mér mjög gaman að tala um þetta, enda hef ég margt að segja! Búin að lenda í ömurlegum vinnuveitundum sjálf sko. Þau spurðu hvort ég væri til að koma í stólinn (samt hún var örugglega að djóka) En djö... væri það alveg mega cool ef ég fengji bara að tjá mig fyrir framan þjóðina og fá að segja: "RAKEL SVEINSDÓTTIR HJÁ LEIKFÉLGI ÍSLANDS; ÞÚ SÖKKAAAAAAR!!!"


En annað Kasljós tengt efni:
Ég er að fara að vinna í því núna, er bara byrja í dag sko! Já allvegana, hva 4.júlí koma guttarnir í Travis til landsins og þá koma þeir pottþétt í viðtal eins og Coldplay kom. Hahahahahha og getiði hvað fellst m.a. mínu starfi??? Það er að taka á móti gestunum!! JEs, hann er alveg geðveikt sætur söngvarinn þarna...Fran eða e-ð! Eins og þið vitið flest þá er ég sko búin að vera grúppía á launum í svona ár og djö skal ég setja mig í Dos Gardeinias (það er sko grúppíufélagið sem ég er í) fílinginn. Já djö væri nú bara fyndið að ég færi í sleik við sæta! Harpa segjir að hann sé svona akkúrat mín týpa....mar á alltaf að hlusta á svona comment í Hörpu! Hún einfaldlega veit betur!

See what drug you are.

Jáhá, þar hafið þið það, ég er svooooooooo saklaus!!!
Hún Sara mín er byrjuð að blogga. Þetta lítur mjög vel út hjá stelpunni, ég hlakka til að lesa hjá henni í nánustu framtíð!
Heyrði þið sem eruð búin að skrifa í gestabókina...BARA TAKK FYRIR!!!! Þetta finnst mér svo gaman. Greinilega e-ð Garbage Pail Kids þema þarna í gangi....Hlakka til að sjá fleiri:)


ég var sko veik í síðustu viku....það er leiðinlegt!!! Á föstudeginum var komið mjög gott veður og ég þurfti að hanga inni. Var e-ð að hringja í fólk en einu svörin sem ég fékk: "er að fara í sund", "er að fara í sumarbústað" "erum á leiðinni á Austurvöll" "......en láttu þér batna Diljá mín!" Ég fór bara næstum því að dráta! Það ætti að banna flensu á sumrin, geðheilsan fer nefnilega alveg í mess líka. Svo varð ég svo ljót; ég var alveg hvít, með bauga, glærar ferkanntaðar augabrúnir og rót og slitið hár........EN!! Svo á ég nú alveg sætustu vinkonur í heimi sem komu svo og kíktu á sjúklinginn um kvöldið. Sigrún svarta fæddist sko með snyrtifræðigen, og hún kom og tók augabrúnirnar í gen. Við erum að tala um að ég er búin að vera borga 1000-2000kr mánaðarlega í 6 ár fyrir e-ð sem hún gerir alveg jafnvel og stofurnar! Sigrún Æ LOV JÚ!!!
Já og svo var það bara brúnkukremið í andlitið og á bringuna og ég varð svona svakalega sæt!!!

miðvikudagur, júní 19, 2002

Hey cool Dagný!!! Ég get kannski reynt að redda mér líka og við getum farið að bítta!!????!!!
takk Kolla mín fyrir að hjálpa mér með gestabókina. Og ef það er e-r sem endilega vill kenna mér e-ð meira, svo sem búa til kannanir og comment, þá er bara um að gera að skrifa mér-diljaa@hotmail.com, tala við mig MSN---diljaa@hotmail.com eða auglýsa það í gestabókinni. Ég er til í allt!
EINS OG GLÖGGIR MENN SJÁ AÐ ÞÁ ER ÉG KOMIN MEÐ GESTABÓK HÉR Á SÍÐUNA MÍNA. ÞAÐ VÆRI GAMAN AÐ SJÁ HVERJIR ÞAÐ ERU SEM STALDRA HÉR VIÐ Á DEGI HVERJUM...ÞANNIG AÐ BARA GO GO GO, DRÍFIÐ YKKUR AÐ SKRIFA TIL MÍN
I am



Find out which Garbage Pail Kid you are!


Oh muniði eftir þessum??? Ég var að safna þeim þegar ég var 6 ára. Ég man að ég fann eða stal heilum svona nestispoka sem gutti á skóladagheimilinu mínu átti. Spáiði í því að maður man mörg atvik sem orsaka samviskubiti... En annars eru þessar myndir líka nokk eftirminnilegar. Mérr fannst ógeðslegastur gaurinn sem var allur útí hori. Ég man að ég var stundum að líma þær útum alla veggi heima, mamma var ekki að fíla það! Hmmm..skrýtið? Á einhver svona myndir ennþá, mig langar að sjá þær allar aftur.

þriðjudagur, júní 18, 2002

Fyrir Sigrúnu.....
....don´t get over excited, something might happen´on the way.....hættu að hringja í mig, hættu að senda mér SMS...kaffe koffe keffe kúffe...og ég krúsa um í reykjavík jaaaahááaáuuuw súúúra reykjavík aaaháuauua!!!

Hún er í fríi í vinnunni í dag en á morgun kemur hún í vinnunna og ætlar að lesa bloggið mitt:) Hæ mamí, þú ert svooooo sææææt og skemmmtileg!!!
...já restin af helginni var bara nokkuð fín líka. Á laugardeginum var svona upp og ofan þynnka, hún kom í rispum yfir daginn! Uppáhalds mitt var samt að liggja á Austurvelli í sólinni með stjörnu-mc-máltíð. Átti svona samræður við fólk sem ég ætti annars ekki ef ég væri ekki-þunn. Ég og Sara áttum mjög svo djúpar samræður:) Ég og Sara bondum geðveikt vel steypulandi:)


Um kvöldið ætlaði ég svo að vera geðveikt sniðug og leggja mig svona á milli 21-23 og kíkja svo út aðeins með Sigrúnu í 1-2 hvítvínglös. Halló er ég fífl? Ég svaf í 3 tíma í morgunsárið á (lau.morgun) Ætlaðist ég e-ð til að geta dottað smá og verða svo geðveikt fresk um kvöldið. NEI, ég náði mér aldrei á strik og var bara í chilluðum gír í bænum, enda gékk nú þetta "rétt að kíkja" okkar aðallega útá það að standa í röðum.
Því meira edrú sem ég er því erfiðara finnst mér að komast inná staðina...hmmm? Fatta þessa lógík samt ekki alveg, en þetta er satt!


Sunnudagurinn hefði ekki getað verið meiri sunnudagur! Ég virti, hvað er það aftur?, 2.boðorðið: Þú skalt vera í megachilli á sunnudögum! Ég byrjaði á því að tala í símann í svona 2 tíma (ég er MJÖG dugleg við þá iðju) svo fór ég útá videoleigu og leigði Friends og svo eftir það talaði ég meira í símann og svo fór ég með Siggu og Söru að fá okkur take away hjá Núðluhúsinu. En já nú er hið heiðraða chill búið, því svo fór ég að vinna á Sirkus. Þetta var pínu söguleg stund sko. Ég hef aldrei unnið á bar nefnilega. Var ekkert að deyja úr spennu....en mér skjátlaðist sko!!! ÞAÐ VAR ALVEG GEÐVEIKT GAMAN! Ég var að rokka geðveikt sem barchick! Svo vorum ég stelpan sem var með mér á barnum í stíl, en alveg óvart samt. Við vorum báðar í Marlin Monroe bol, thaibuxum og flippflappers (sem eru sandalar sem meiða mann á milli stóru tá og ?vísi?tá) Geðveikt töff team!
Allavega ég hlakka geðveikt til að fara að vinna aftur. Fínt líka að vinna á Sirkus...á svona bar gerir fólk ekki kröfur:)
ok er að vakna aðeins...það var gaur að koma frá útlöndum, og hann bauð öllum uppá fríhafnarnammi (toblerone og daim), ég afþakkaði heilsusamlega þegar hann bauð mér, en svo setti hann bara körfuna á skrifborðið sitt troðna af súkkulaði...og hann er hliðina á mér! ......Ég er búin að fá mér 8 sinnum! ummhmm...já og er svona að hressast við, svona eins mikið og hægt að verða í svona drungó veðri eins og í dag.
En allavega helgin var fín:
BBQ-ið var skemmtilegt, átti að verða róelgt en við duttum ágætlega í það. Áður en ég vissi af var ég búin að setja "Allir djamma hjá Samma" úr Bugsy Malone á fóninn og tók þessa þvílíku Charleston sveiflu fyrir liðið. Það er eins og e-ð komi yfir mig stundum...hmm? Þú veist,halló, hvenær lærði ég að dansa charleston??? En þetta vakti lukku..kannski aðeins og mikla lukku! Á ég að vera sár yfir því hvað þau hlógu mikið???? Pæling...
En svo var ég e-ð að spyrja Söru í gær hvort þetta hefði verið glatað og hún alveg: "nei DJ þetta var alveg flott,maður gerir ekkert svona nema það sé momentIÐ"! Ok kannski rétt! Þá fór ég að pæla hvað er EKKI SVONA moment? Pæliði í því ef ég myndi bara allt í einu setja "Allir djamma hjá Samma" á hér uppí RÚV og byrja dansa fyrir samstarfsfélagana uppúr þurru. Það væri ógeeeðslega fyndið. Sérstaklega þar sem ég þekkji liðið ekkert geðveikt vel ennþá. Þú veist: er ekkert svona "Diljá aðalgellan" (eins og ég er mjög oft).
mér líður eins og ég sé með sandpappír í augunum...ég er svo þreyttur. Sofnaði 4 og svaf yfir mig og það er bara ávísun uppá meyglu núna.
Skrifa meir á eftir!

föstudagur, júní 14, 2002


Which Season are you?

það eru allir að stríða mér....allir að segja ég sé lessa!
var að koma úr pikk nikk með halla (þá er ég búin að minnast á þig halli minn) og arnhildi (sem var í símanum allan tímann btw). Við fórum á Miklatún og borðuðum bakarísmat og horfðum á Tom Jones lookalike í sólbaði, þess á milli sem við plönuðum bjé bjé kúú hjá mér í kvöld. Ég held að þetta verði svona fín og dönnuð stemmning...e-ð sem þekkst ekki hjá þessum hóp..en wtf. Við erum öll að þrokast:)
....ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til....

fimmtudagur, júní 13, 2002


How Gay Are YOU?
[?]




IN YOU´RE FACE KOLLA!!! IN YOUR FACE...KODDU Í SLEIK LITLA STELPA!!!

Which Kiss are You?

Which Kiss Are You?



Smá kossatest fyrir besta kisserinn!




Take the What High School
Stereotype Are You?
quiz, by Angel.
jæja ég er búin að gefast upp á inniverunni og ætla bara stinga af úr vinnunni, það eru hvort sem er allir búnir að gera það sama!
jess, það er kominn fimmtudagur og á morgun er helgin komin og veðrið á að vera svona áfram:) ég ætla að halda BBQ á Njallanum á morgun fyrir liðið sem var að vinna í kastala sem eknndur er við loft og af fyrri reynslu verður örugglega stúúúð! Svo er helgin samt að mestu óráðin, en mikið að gerast og ég er til í allt! Ég og Arnhildur erum líka komnar með reglu; ef e-r stingur uppá e-u í sumar þá má EKKI segja nei....! Hahaahah. Hún stakk uppá því að við færum í kínverska leikfimi....hmmm? Hún sá það auglýst í skjáleiknum ---já það verður spennandi að sjá hvað við gerum!
Ef þetta er ekki bara það best töff sem ég hef séð þa´veit ég ekki hvað. Nú skil ég afhverju David Hasseloff er svona vinsæll i Þýskalandi!!! Hann er svona Herbertinn þeirra. Vá hvað það yrði sannkallað meistaraverk sem myndi fæðast ef þeir færu að taka gigg saman!!!
...ég er með pínu harðsperrur síðan í gær:/ finn þær koma sterkt inn núna. Þær eru samt vel þess virði!
Heyriði, ég hef soldið mikið verið að sörfa bloggið núna undandfarið og það eru nokkrir hlutir sem eru mkið í tísku hjá samfélaginu núna:
1. orðið SNILLD. Það er mikið notað...mjög mikið!
2. Taka test og líma svo niðurstöðuna í bloggið.
3. Hafa könnun eða próf.

Það er eins og þetta sé "málið"

4.já og muna alltaf að segja frá djamminu:)
mjáááááá
Annars þá finnst mér ég ógeðsleg kisumamma (því í mínum huga er ég ennþá "mamma" hennar, þótt hún sé hott í mig) Vá´...OK ég er hætt!!!
Kollaer e-ð að segja á síðunni sinni að ég sé hinn týpíski straight einstaklingur sem segjir: "hey ertu gay, já ég á hérna vinkonu sem er einmitt lessa líka, þið gætuð tildæmis hisst og byrjað saman..jafnvel!"? En nei Kollan mín ég er mun rokkaðri og afslappaðri í senn en þetta lið sem heldur að þau séu ógeðslega með á nótunum í gay-hegðun! Ég er nefnilega pínulítið alin upp af hommum og lessum! Enda kynni ég líka til söguna kisuna mína hana Daníelu, og vill endilega að ÞIÐ byrjið saman. Þetta er miklu þróaðara heldur en að kynna lessu fyrir lessuvinkonu....er það ekki? hmmmm?
Ef ég væri að tala við e-n núna, væri ég með svokallaða munnræpu. En ég hef engan að tala við, hér eru allir geðveikt duglegir að vinna (ég er með samviskubiiiit) þannig að ég pikka bara og tjái mig þannig:) Ok ég er með smá tips fyrir þá sem eiga erfitt með að vakna. Svansa sagði mér sko alltaf að Grétar æskuvinur með meiru hafi alltaf gert þetta í denn. En það er að setja slagarann með Counting crows; Mr.Jones í botn á! Vá, ég fór í geðveikan fíling og vaknaði mun hraðar. Þetta er svo happy lag og ég kann svona mátulega mikið í textanum að ég get sungið með. (Er sko ekki þekkt fyrir að læra texta mjög hratt) En allavega træ itt mæ dír frends!
Já og smá sögu af Daníelu kisunni minni: Ég held nefnilega að hún sé lespísk og að ég sé ekki "mamma" hennar heldur kærasta. Hún er alltaf að reyna að kyssa mig á næturna og ég skynja svona smá oozing sexualty frá henni. Hún er hot í mig...það fer ekki fram hjá neinum!
Kolla, ertu ekki ánægð með það að kisan sé mjög líklega lespísk? Þið getið etv. byrjað saman...hmmm? Vá þá fenguð þið nokk mörg rokkprik frá mér:)
Ég ætla að vitna í hann Júlla vin minn, en hann kom með svo djúpa pælingu um veðrið og vinnunna.
Of gott veður
Það er einfaldlega of gott veður til þess að vera í innivinnu í dag. Af hverju er ekki hægt að fella niður vinnuskyldu á sumrin vegna veðurs? Þetta er gert ítrekað á veturna vegna slæmrar veðráttu og því mikið misrétti að njóta ekki sömu réttinda á sumrin.


Mér finnst þetta svo rétt, ég meina það er ekki eins og við séum alltaf svona heppin að fá svona marga sólardaga í röð. Það maá allaveg sleppa fólki um 15.00. Þetta er svo gott fyrir geðheilsuna okkar, þið vitið svona spók og chill í góða veðrinu.
Guð minn góður ég held barasta að ég hafi verið að upplifa eitt skemmtilegasta kvöld ævi minnar í gærkvöldi!!! RIVER RAFTING ER ÓGEÐSLEGA SKEMMTILEGT FYRIRBÆRI!!!!!!!!!!!!! Mig langar aftur á eftir! Við vorum svona 30 manna hópur, flestir voru að vinna í ferða og hótelbransanum...nema við (ég, sara og maj-britt já og kenny(sem er hálfur íslendingur og hálfur prússi) Við vorum svona smyglarar í þessa ferð sem var í boði Íslenkra ævintýraferða (best að auglýsa þau nú í þakkarskyni) Einhvern vegin tókst okkur samt að verða athyglissjúkust og ég held sko að ég hafi orðið 8 ára aftur og tók virkan þátt í vatnslag dauðans. Þar að auki lenti ég lang oftast í ánni. Já og auðvitað hoppuðum við niður af klettinum, það var svaka fútt!!! Þakka aftur kærlega fyrir mig kæru ferðfaélagar, ég vona að ég hafi ekki gert ykkur af fíflum í 8 ára hamnum mínum:) hahaahah

miðvikudagur, júní 12, 2002

Það er e-ð geðveikt vinsælt að taka svona próf og líma svo myndina inná síðuna síðuna sína til að allir sjá hvað maður er samkvæmt prófinu. Þar sem ég kann það ekki ennþá skal ég bara segja ykkur hvað ég var í topp 3 prófunum þessa vikuna hérna í bloggheiminum góða;
1. Ljóska í High school dótinu..ég er sátt! Ljóskur eru svo glaðar alltaf hreint!
2. Claudia Schiffer í módelprófinu OK? Hún er sæt og glæsileg...
3 Pure Angel í englaprófinu. Ég er mjög sátt við það:) Enda er ég líka mjög pure týpa almennt...sérstaklega á sunnudögum hmmmm?

Svo er ég líka komin með svona teljara sem er athyglisvert!
2 tímar í river rafting................
Var að koma úr pikknikk. Prófaði e-ð nýtt og plantaði mér niður á Miklatún með Arnhildi og Siggu (sem er að vinna þar...eða vinna og ekki vinna, ekki nema þú kallir sólbað vinnu?) Þetta var æði. Keypti mér pastasalat hjá Jóa Fel sem var ógeð, það var svo krímí og tjísí e-ð. Þarf að gubba núna:(
Skrýtið samt hvað þessi klukkutími sem maður fær í mat er miklu fljótari að líða en allir hinir klukkutímarnir í vinnunni...pæling?
ÉG ER LÍKA AÐ FARA Í RIVER RAFTING Í KVÖLD LIGGA LIGGA LÁI!!!!
við erum að tala um það að Diljá Ámundadóttir var komin í vinnuna klukkan ÁTTA! og vöknuð 7...vá ég man ekki hvað það er langt síðan það gerðist síðast! En ég er svo stolt af mér:)

þriðjudagur, júní 11, 2002

hey ég kann að linka je jejejej
hey afhverju get ekki linkað á annað lið...ég fer bráðum að gefast upp á þessu djö...bloggi. Mér finnst ég heldur ekkert fyndin og hef ekkert frá neinu skemmtilegu að segja þegar ég byrja að skrifa. Ekki eins og Kolla sem er aðeins fyndin þegar hún situr og pikkar.
Annars var bara frábært í matartímanum áðan...Austurvöllur er það besta sem ég veit á sóalardögum. Í síðustu viku þegar ég var ennþa atvinnulaus þá kom líka svona spánarveður og þá var nú gaman að vera til!!! Ég var á austurvelli frá 12 til 8 um kvöldið en þá trítlaði maður tipsí nní 10-11 og keypti kjöt á grillið. Svona á sumarið að vera.
KOLLA
Hey ég er farin í mat...útí sólina!!! Ætla að chilla með Arnhildi og Arnheiði í smá stund þangað til að nýja skrifstofu vinnan mín heldur áfram....ég er með skrifborð og allt! En þetta er nú bara hér á RÚV...engin ekta skrifstofu vinna!
Nei það kom ekki neitt!!! Djö ég er svo léleg í þessu. Eyddi klukkutíma í gær að setja inn þessa gestabók (verð að vera eins og allir hinir) en nei...það gekk ekki!! Æ fokk itt´..þetta kemur e-n tíma!! Er það ekki??? Hmmmm...!
Ég ætla að prófa að LINKA
Shitttt!! Er hitabylgja á þessu landi???? Mér er spurn! Ég gat ekki einbeitt mér né sofnað í gærkvöldi fyrir hita. Vaknaði svo klukkan 5 í morgun þegar sólin skein inn um gluggann, pabbi ætlaði að koma fyrir 2 vikum að hengja upp gardínurnar...en er ekki kominn ennþá:(
G-A-R-D-Í-N-U-R, ekkert smá skrýtið orð ef maður pælir í því.

mánudagur, júní 10, 2002

Helgin var æði. Það er ekkert smá gaman að vera svona mikið í fríi. Ég fór í partý í Borgarleikhúsinu, þetta ver e-ð lokahóf. Það var OK, frekar rólegt samt en frítt áfengi sem er alltaf gaman! Ég gafst svo upp þegar einn sveittur leikari tók sig til og byrjaði að syngja í stones lög í e-u athgliskasti. Fór með Dóra niðrí bæ og með okkur í för var ein leiðinlegasta gella sem ég hef hitt. Shitt hvað hún var klikkuð, en við bulluðum bara í henni og stungum hana svo af. Svo var haldið á snobbstaðinn Nelly´s café. Þar var stappað af boxáhugamönnum og fylgifólki þeirra...ég var fylgifólk! Spurði svona 5 sinnum með hverjum ég ætti að halda en tók svo ekki einu sinni eftir þegar tyson rotaðist....aah ég er svo klár!!
Eftir boxið var svo haldið á Victor (elítustaðirnir þræddir semsagt...hmmmm) þar var sveitt eins og fyrri daginn en samt fínt. Það getur verið gaman allsstaðar ef þú ert með fínu fólki og ert í góðum fíling.
Eftir það gerðist nú ekkert áhugavert, jú ég týndi símanum mínum uppí Skipholti...hvað var ég að dröslast þangað?
Sunnudagurinn var svo bara 3xparkódín, börger, video, gos og bara coma!!! Svo fór ég í bíó að sjá Amores Perres...sem var mjög góð! Mæli með henni!

laugardagur, júní 08, 2002

Vá hvað ég ELSKAAAAAA að vakna á laugardögum ekkiþunn! Ég á frí í allan dag og allt kvöld!!! Það hefur ekki gerst oft á þessum bæ sl. ár. En ég ætla að nýta daginn vel. Leiðinlegt að það sé rigning, annars hefði verið gaman að taka laugaveginn og kaupa föt. Mig langar svo að djamma e-u nýju í kvöld, ég hef ekki keypt mér neitt nýtt á marga mánuði.
Núna ætlum við Svanhvít að fá okkur brunch svo ætla ég að passa Oddlaugu í dag á meðan Svanhvít daðrar við vinnufélaga í Þjóðleikhúsinu. C-ya!
Ég vaknaði áðan við það að hún Daníela litli kettlingurinn minn sat á koddanum og starði á mig. Pæliði í því hún er svo klár að hún veit að það er sálfræði í þessu; ef maður horfir nógu lengi á sofandi manneskju þá finnur undirmeðvitundin fyrir því og maður vaknar. Hún er ekki nema 10 vikna!!! Ég lærði þetta þegar ég var 13 og var að horfa á Beverly Hills 90210, þá gerði Brandon þetta við Jim (sem er pabbi hans). Útfrá því gerði hún Harpa sem var jafnhúkked á 90210 þessa tilraun á mér. Það var verslunarmannahelgina ´96 þegar við fengum húsið hans Bjögga lánað og héldum partý og rústuðum húsinu....já já ok þá vaknaði ég á lau.morgunn við það að hún starði á mig þangað til að ég vaknaði. Hana langaði svo í rúnstykki en vildi ekki borða ein þannig að hún prófaði trikkið-----sem virkaði!!

föstudagur, júní 07, 2002

Kann e-r á þvottvélar? Ég meina koma þeim í gang...? Ég var að fá mér eina, en það gengur e-ð illa að koma henni af stað. Ég er að tala um að ljósið kveiknar ekki einu sinni. Shitt hvað ég er mikill tæknisnillingur. Hmmmmm....?
ég er e-ð að reyna að finna lúkk á síðuna mína, best að gera það núna, maður getur víst ekki gert neitt þegar allur hinn pakkinn er kominn inn
ég er búin að lesa svo mikið blogg undanfarið að ég var farin að blogga í huganum. Já, núna er þetta bara komið. Soldið skrýtið að byrja....Hvað á maður að segja? HA?
En hún Kolla er hérna hjá mér að rokka feitt! Hún er hjálpari dagsins:) En eins og glöggir menn vita þá er komin frekar góður vandamáladálkur á blogginu hennar. Er samt ekki komin svo langt að ég geti linkað á hana....2bed! En það kemur seinna. Ætla að hætta núna, það veit hvort sem er enginn að ég er að skrifa þetta.....EKKI ENN!!!
takk
diljá komin með blogger...kolla tölvunörd að reyna að hjálpa til...
NEI GREINILEGA EKKI...JÚ BÍDDU ÞARNA STENDUR POST....