Það voru endurfundir á Njallanum í gærkvöldi. En hún Daníela Ragnarsdóttir kom heim til sín eftir að hafa verið Katrínsdóttir síðan í ágúst 2003. Og hún er það enn, ætlar bara að vera hjá ömmu sinni (mér) í 6 vikur eða svo.
Í dag er hún 6 og hálfs árs, og ef maður margfaldar með 7 þá er hún á fimmtudsaldri, she´s a lady-she does what ladies do.
Ég er alveg á því að hún muni eftir mér og íbúðinni sem hún ólst upp í. Við erum strax búnar að ræða málin soldið og hún hefur ekkert breyst. Hlýðir sömu skipunum. Og er pæja. Hún hefur alltaf verið rosaleg pæja hún Daníela. Á sínum glimmerárum (eða 2002-2003) var hún vinsælasta læðan í görðunum hérna í kring. Fressin biðu eftir henni í röðum þegar við komum út á morgnana. Mér varð stundum á hvað hún daðraði stíft. Hvaðan ætli hún hafi erft það?....
En já, eins og þið sjáið er allt að gerast.
Annars eru skemmtilegir dagar framundan; leikhús, tónleikar, matarboð, afmæli, sumarbústaður, spilahittingur og fl og fl.
þriðjudagur, nóvember 18, 2008
fimmtudagur, nóvember 13, 2008
Spinning
Við Rósa María vorum ekki lengi að verða uppáhalds nemendur kennarans í spinning tímanum í morgun. Við tókum svo ærlega þátt í söngvastuðunu að hann kallaði "Flott þetta stelpur!!" og svo var hann alltaf að gefa okkur fimmu yfir salinn og þumalinn upp.
Ég stefni óðum á að vera fremst. Þar sem uppáhaldsnemendum sæmir jú að vera, ekki satt?
Kveðja
Diljá afreksíþróttakona (þó ekki með íþróttameiðsl, ennþá)
miðvikudagur, nóvember 12, 2008
Kæra Halla
Ég er nú yfirleitt stolt af öllum vinum mínum.
Þessi hérna fær mig þó oft til að fá tár í augun af stolti.
Þessi hérna fær mig þó oft til að fá tár í augun af stolti.
mánudagur, nóvember 10, 2008
Munnræpa í bloggi...
Nú er búið að skreyta hverfið mitt í jólaljósum. Mikið óskaplega finnst mér það notalegt, sérstaklega svona þegar dagarnir styttast óðum. Á þessum tíma árs þarf ég að hafa mikið fyrir því að halda í gleðina. Og það er svo sem allt í lagi, svo lengi sem ég hef fyrir því.
Og það eru einmitt þessir litlu hlutir sem gleðja mig, eins og jólaljósin. Svo eru hlutir, sem ég hélt eitt sinn að væru ekki minn tebolli, einmitt að gleðja mig mikið núna þessa dagana. Mér finnst til dæmis miklu betra að vera í 9-5 vinnu en ég bjóst við.
Ég er líka að vinna á svo frábærum vinnustað. Þar eru það einmitt litlu hlutirnir sem gera kraftaverkin. Td. að mæta snemma á morgnana, ný skriðin úr sturtunni, og fá heitan hafragraut með hnetum og rúsínum.
Svo var ég að fá eitt verkefni í dag, sem felst einmitt í því að finna upp á þessum litlu skemmtilegum hlutum, sem kosta ekkert, sem gleðja starfsfólkið og þal hvetja til vinnu og að ná settum markmiðum. Og það til 10.mars 2009! Ekki leiðinlegt project fyrir KaosPilot:)
Já svo er ég komin með alls kyns hugmyndir af jólagjöfum í anda kreppujólanna. Ég vona að ég finni tíma og tól til að framkvæma þessar æðislegu hugmyndir mínar.
Ég er líka komin með 2 jólakjóla, en þeir eru þess háttar að þeir eru "í kjólinn fyrir jólin" - eða markmiðs-kjólar. Hanga á innanverðri skáps-hurðinni og bjóða mér góðan daginn á hverjum morgni. Svo fer ég í combat og spinning og hugsa um þá. Og mig, hvað ég verð sæt í þeim um jólin.
Uppáhaldsauglýsingin mín þessa dagana er þessi með litlu stelpunni með kórónu og í kjól að syngja af lífs og sálarkröftum með e-u lagi. Svona getur snjalla fólkið gert mikið fyrir lítið.
Jæja bæjó!
Og það eru einmitt þessir litlu hlutir sem gleðja mig, eins og jólaljósin. Svo eru hlutir, sem ég hélt eitt sinn að væru ekki minn tebolli, einmitt að gleðja mig mikið núna þessa dagana. Mér finnst til dæmis miklu betra að vera í 9-5 vinnu en ég bjóst við.
Ég er líka að vinna á svo frábærum vinnustað. Þar eru það einmitt litlu hlutirnir sem gera kraftaverkin. Td. að mæta snemma á morgnana, ný skriðin úr sturtunni, og fá heitan hafragraut með hnetum og rúsínum.
Svo var ég að fá eitt verkefni í dag, sem felst einmitt í því að finna upp á þessum litlu skemmtilegum hlutum, sem kosta ekkert, sem gleðja starfsfólkið og þal hvetja til vinnu og að ná settum markmiðum. Og það til 10.mars 2009! Ekki leiðinlegt project fyrir KaosPilot:)
Já svo er ég komin með alls kyns hugmyndir af jólagjöfum í anda kreppujólanna. Ég vona að ég finni tíma og tól til að framkvæma þessar æðislegu hugmyndir mínar.
Ég er líka komin með 2 jólakjóla, en þeir eru þess háttar að þeir eru "í kjólinn fyrir jólin" - eða markmiðs-kjólar. Hanga á innanverðri skáps-hurðinni og bjóða mér góðan daginn á hverjum morgni. Svo fer ég í combat og spinning og hugsa um þá. Og mig, hvað ég verð sæt í þeim um jólin.
Uppáhaldsauglýsingin mín þessa dagana er þessi með litlu stelpunni með kórónu og í kjól að syngja af lífs og sálarkröftum með e-u lagi. Svona getur snjalla fólkið gert mikið fyrir lítið.
Jæja bæjó!
þriðjudagur, nóvember 04, 2008
Pínku pons um tónlist
Mér finnst þessi síða soldið skemmtileg Topp 5 á föstudegi.
Búin að lesa hana í rúmlega ár og þau finna oft upp á góðum þemum, og segja ástæður og sögur bak við val sitt á hverjum topp 5 lista. Veit ekkert hvaða krakkar þetta eru samt.
Og svo langar mig líka að deila einni tilhlökkun með ykkur, en það eru tónleikar með uppáhalds hljómsveit minni þann 23.nóvember. Sigurrós þeas. Eins og rjómi í æðum mínum...
Búin að lesa hana í rúmlega ár og þau finna oft upp á góðum þemum, og segja ástæður og sögur bak við val sitt á hverjum topp 5 lista. Veit ekkert hvaða krakkar þetta eru samt.
Og svo langar mig líka að deila einni tilhlökkun með ykkur, en það eru tónleikar með uppáhalds hljómsveit minni þann 23.nóvember. Sigurrós þeas. Eins og rjómi í æðum mínum...
Þið munuð stighna, þið munið brenna...
E-ð grunar mig að ég eigi seint eftir að gleyma augnablikinu þegar ég var látin syngja hástöfum með Hírósíma og þjóðhátíðarhittaranum Lífið er Yndislegt kl.7 á þriðjudagsmorgni, sveitt og móð í spinning tíma.
En Bubbi hefur rétt fyrir sér; "þið munuð brenna"....
En Bubbi hefur rétt fyrir sér; "þið munuð brenna"....
föstudagur, október 31, 2008
Heimatilbúnir málshættir
Þegar við vinkonurnar vorum á menntaskólaárunum bjuggum við til málshátt (sem ég vona að foreldrar mínir lesi ekki hér) en hann hljóðaði svo:
"Að fara graður út á djammið er eins og að fara svangur út að versla"
Obboðsslega djúpt e-ð;)
En ég bjó til nýjan bara áðan:
"Að byrja aftur að blogga eftir pásu, er eins og að byrja aftur í ræktinni eftir jólin"
Gaman að þessu.
Annars sit ég hérna á Te og Kaffi í Saltfélaginu og er að undirbúa mig fyrir að halda námskeið í Verkefnastjórnun í vinnunni. Eða í CCP. Já nú vinn ég þar fyrir þá sem ekki vita.
Mér líður smá eins og ég sé að undirbúa mig fyrir munnlegt próf. En minni mig þó á að eina sem skiptir máli er ba ba ba bara að vera í stuði.
Bæjó
"Að fara graður út á djammið er eins og að fara svangur út að versla"
Obboðsslega djúpt e-ð;)
En ég bjó til nýjan bara áðan:
"Að byrja aftur að blogga eftir pásu, er eins og að byrja aftur í ræktinni eftir jólin"
Gaman að þessu.
Annars sit ég hérna á Te og Kaffi í Saltfélaginu og er að undirbúa mig fyrir að halda námskeið í Verkefnastjórnun í vinnunni. Eða í CCP. Já nú vinn ég þar fyrir þá sem ekki vita.
Mér líður smá eins og ég sé að undirbúa mig fyrir munnlegt próf. En minni mig þó á að eina sem skiptir máli er ba ba ba bara að vera í stuði.
Bæjó
miðvikudagur, júlí 23, 2008
Með Nova áskrift við tölum endalaust
Ég er komin með Nova númer og það er mjög gaman. Því það er svo gaman að fá ókeypis. Núna er ég alltaf að hringja í fólk sem er líka í Nova og við tölum meira og minna um það að við séum að tala frítt við hvort annað. Þvílíkur munur.
Íslensk símafyrirtæki eiga ekki heiður skilið fyrir framkomu við viðskiptavini sína. Þvílíkir prettir alltaf hreint. Nú er að sjá hvað Nova ætlar að halda þessu fría dóti sínu lengi. En þangað til er ég alla vega á stærasta skemmtistað í heimi að tala og sms-a frítt við fallega fólkið.
Ef þú lesandi góður ert í Nova, viltu láta mig vita strax svo ég geti hringt í þig.
Mitt númer er 7724230. Vodafonenúmerið er þó áfram í gildi 6624230. Heima er 5524230.
föstudagur, júlí 04, 2008
Time is Now
Hrútur: Sofðu, borðaðu og vertu glaður. Ekki hafa samviskubit yfir neinu, því þetta er hluti af velgengnisformúlunni þinni. Haltu svo streðinu áfram.
Stjörnuspáin mín í dag:)
Og mér líst mjög vel á hana. Því einmitt í dag og næstu daga ætla ég að taka mér sumarfrí, sumarfrí sem aldrei fyrr. Helgin framundan er ekki bara full af sól heldur líka líka stöppuð af góðum dagsskrárliðum og fallegu fólki. Breakfastclub, lunchdate á Jómfrúnni, dinner á grettisgötu, afmæli, jet-ski á Hafravatni, wedding grill, afmæli á Fishmarket ofl ofl.
Rúsínan í pylsuendanum er svo sagaclass lúxus ferð til New York á sunnudagskvöldið. Þar ætla ég að vera í viku og njóta lífsins hjá Nönnu frænku og fjölskyldu. Sofa út, vera við sundlaugarbakkann, leika við Dante og Indiu (ef ég get, miklar líkur á því að ég borði þau líka), labba um og skoða leyndarmál New York borgar með límonaði til að kæla mig niður, á sandölum, í kjól og með flott sólgleraugu.
Seinni hluti júlí er jafnplanaður og sá fyrri. Það getur verið að ég fari í Henson - galla hring í kringum Ísland með Sumargleði Kimi Records, svo hef ég störf 21.júlí hjá CCP. Já ný vinna, og nýr bransi. Allt nýtt! Og lífið er gott. Ó svo gott. Því alltaf kemur sólin á eftir vonda veðrinu.
Þannig er lífið.
Stjörnuspáin mín í dag:)
Og mér líst mjög vel á hana. Því einmitt í dag og næstu daga ætla ég að taka mér sumarfrí, sumarfrí sem aldrei fyrr. Helgin framundan er ekki bara full af sól heldur líka líka stöppuð af góðum dagsskrárliðum og fallegu fólki. Breakfastclub, lunchdate á Jómfrúnni, dinner á grettisgötu, afmæli, jet-ski á Hafravatni, wedding grill, afmæli á Fishmarket ofl ofl.
Rúsínan í pylsuendanum er svo sagaclass lúxus ferð til New York á sunnudagskvöldið. Þar ætla ég að vera í viku og njóta lífsins hjá Nönnu frænku og fjölskyldu. Sofa út, vera við sundlaugarbakkann, leika við Dante og Indiu (ef ég get, miklar líkur á því að ég borði þau líka), labba um og skoða leyndarmál New York borgar með límonaði til að kæla mig niður, á sandölum, í kjól og með flott sólgleraugu.
Seinni hluti júlí er jafnplanaður og sá fyrri. Það getur verið að ég fari í Henson - galla hring í kringum Ísland með Sumargleði Kimi Records, svo hef ég störf 21.júlí hjá CCP. Já ný vinna, og nýr bransi. Allt nýtt! Og lífið er gott. Ó svo gott. Því alltaf kemur sólin á eftir vonda veðrinu.
Þannig er lífið.
Here comes the sun, í útgáfu Ninu Simone
Little darling,
it's been a long cold lonely winter
Little darling,
it feels like years since it's been here
Here comes the sun,
here comes the sun
and I say
it's all right
Little darling,
the smiles returning to the faces
Little darling,
it seems like years since it's been here
Here comes the sun,
here comes the sun
and I say
it's all right
Little darling,
I feel that ice is slowly melting
Little darling,
it seems like years since it's been clear
Here comes the sun,
here comes the sun,
and I say
it's all right
It's all right
mánudagur, júní 23, 2008
Þessa dagana er að vinna við stærsta tónlistarviðburð sumarsins.
Björk og SigurRós (ásamt Ólöfu Arnalds) verða á sviði við þvottalaugarnar frægu, í Laugardal laugardaginn 28.06.
Eftir að hafa komið að fjölmörgum tónleikum í Reykjavík (og nokkrum utan Íslands) þá finnst mér þetta alveg óendanlega spennandi verkefni. Ekki bara af því að þetta eru fyrstu útitónleikarnir mínir, en þeim fylgja ótal nýjar áskoranir. En þetta eru líka tónleikar sem eru unnir með hugsjón einni að vopni. Hér nýti ég því bæði áralanga reynslu mína í tónleikahaldi og nám mitt saman í fyrsta sinn. Ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur.
Síðast liðið föstudagskvöld fór ég í göngu ásamt frábærum hóp af fólki inn í Reykjadal. Við gengum um holt og hæðir inn í dalinn sjálfan, skoðuðum nýja hveri sem við teljum hafa orðið til í skjálftanum um daginn, og innst í dalnum böðuðum við okkur í hveralæknum á meðan við fundum fyrir töfrum sólstöðurinnar um miðja nóttina. Að sjálfsögðu létum við Jónsmessuhefðina frægu ekki eiga sig;)
Restin af helginni fór svo í sólarsetu í mínum eigin garði sem og garði Maríu og Vífils. Afrakstur helgarinnar er því ömurlegt sólarfar á bringunni (bein lína fyrir ofan brjóstin) og staðfesting á því að María og Vífill eru höfðingjarNIR heim að sækja. Kampavín og rækjuréttur bara sísvona. Það þarf ekki mikið til að vinna mig yfir! Ég er flutt inn til þeirra.
Ps. Og já þú þarna leynigestur, eða frík! ég skal hitta þig í kaffi. Forvitni rekur mann alla leið.
mánudagur, júní 02, 2008
Leyniaðdáandi?
Fyrir akkúrat ári síðan var hérna leynigestur að kommenta í gríð og erg á bloggið mitt.
Ég komst aldrei að því hver þetta var.
Viltu gefa þig fram núna? Veistu ekki að þú ert að díla við forvitnustu manneskju Íslands?
Ég skal lofa að hafa húmor fyrir þessu.
Ég komst aldrei að því hver þetta var.
Viltu gefa þig fram núna? Veistu ekki að þú ert að díla við forvitnustu manneskju Íslands?
Ég skal lofa að hafa húmor fyrir þessu.
föstudagur, maí 30, 2008
Síðan ég nennti að blogga síðast hef ég:
-eytt dásamlegri helgi með bræðrum mínum og Unu mágkonu í Malmö
-farið 3var í fallturninn í Tívolí-inu í Kaupmannahöfn, ásamt öllum öðrum tækjum líka
-hlegið svo mikið að það kom næstum því blauttíbussurnar í klessubílunum, klassík!
-snætt delicatess-pick nick á torfulögðum ruslahaug sem spilar rómantíska tónlist
-horft á Júróvisjón og undrast á sameiginlegum vondum stíl Evrópu, en elskað dansatriðið í vinningslaginu
-farið í upptökuver með hljómsveitinni Ámundsbörn, en orðið að hætta við tökur vegna "skapandi ágreinings"
-borðað sushi, séð Indiana Jones, grillað í parkinu og séð heila seríu af XoXo Gossip Girl
-hundsað óvenjulega mörg drunk dialing símtöl um miðjar nætur
-séð einn áhrifamesta mann tónlistar flytja tónlist í umb 2 tíma, Bob Dylan
-heyrt Sölva kærasta minn segja nafnið mitt, eða Díjá, í fyrsta skipti. Bræðir hjartað.
-gengið á Esjuna
-gengið í gegnum allan tilfinningaskalann
-keyrt á 120 km hraða á Jet-ski á Hafravatni, fengið adrenalín kikk og náttúrulega vímu
-setið í hliðarvagni á rússnesku mótórhjóli og rúntað um á seltjarnarnesi og gróttu í miðnætursólinni
-farið með bílinn minn í Löður, og verið að dást að litadýrðinni í öllum sápunum og svömpunum þar. Soldið 80´s style hjá Löðri.
-séð tónleikana Ferð án fyrirheits
-staðið inni á Hressó þegar suðurlandsskjálftinn 08 reið yfir, var með riðu í nokkurn tíma eftir á
-borðað á Gló og mæli með því. Einnig borðað á Thorvaldsen og mæli ekki með því.
-fundist cesar salatið á B5 það besta í bænum.
-reynt að komast til New York, án árangurs
-fengið yndislega leyndó frétt
-unnið á tónleikum John Fogerty, ekki vitað neitt um manninn áður, þekkt síðan öll lögin, kóngur slagaranna
-fagnað innilega þegar súper size vann AMNT
-planað ferð á SATC; kjólar, kokteilar og kynþokkafullar kynsystur mínar. Gaman saman:)
-haft góða tilfinningu fyrir sumrinu, mallakútur fullur af fiðrildum
Sjáum hvað setur, bæjó!
-farið 3var í fallturninn í Tívolí-inu í Kaupmannahöfn, ásamt öllum öðrum tækjum líka
-hlegið svo mikið að það kom næstum því blauttíbussurnar í klessubílunum, klassík!
-snætt delicatess-pick nick á torfulögðum ruslahaug sem spilar rómantíska tónlist
-horft á Júróvisjón og undrast á sameiginlegum vondum stíl Evrópu, en elskað dansatriðið í vinningslaginu
-farið í upptökuver með hljómsveitinni Ámundsbörn, en orðið að hætta við tökur vegna "skapandi ágreinings"
-borðað sushi, séð Indiana Jones, grillað í parkinu og séð heila seríu af XoXo Gossip Girl
-hundsað óvenjulega mörg drunk dialing símtöl um miðjar nætur
-séð einn áhrifamesta mann tónlistar flytja tónlist í umb 2 tíma, Bob Dylan
-heyrt Sölva kærasta minn segja nafnið mitt, eða Díjá, í fyrsta skipti. Bræðir hjartað.
-gengið á Esjuna
-gengið í gegnum allan tilfinningaskalann
-keyrt á 120 km hraða á Jet-ski á Hafravatni, fengið adrenalín kikk og náttúrulega vímu
-setið í hliðarvagni á rússnesku mótórhjóli og rúntað um á seltjarnarnesi og gróttu í miðnætursólinni
-farið með bílinn minn í Löður, og verið að dást að litadýrðinni í öllum sápunum og svömpunum þar. Soldið 80´s style hjá Löðri.
-séð tónleikana Ferð án fyrirheits
-staðið inni á Hressó þegar suðurlandsskjálftinn 08 reið yfir, var með riðu í nokkurn tíma eftir á
-borðað á Gló og mæli með því. Einnig borðað á Thorvaldsen og mæli ekki með því.
-fundist cesar salatið á B5 það besta í bænum.
-reynt að komast til New York, án árangurs
-fengið yndislega leyndó frétt
-unnið á tónleikum John Fogerty, ekki vitað neitt um manninn áður, þekkt síðan öll lögin, kóngur slagaranna
-fagnað innilega þegar súper size vann AMNT
-planað ferð á SATC; kjólar, kokteilar og kynþokkafullar kynsystur mínar. Gaman saman:)
-haft góða tilfinningu fyrir sumrinu, mallakútur fullur af fiðrildum
Sjáum hvað setur, bæjó!
mánudagur, maí 19, 2008
Átök
Nú er ég í átaksstuði. Alveg hreint tryllt í að taka allskonar átök. Til að byrja með ætla ég að finna myndavélina mína og taka fleiri myndir. Myndatökuátak. Svo ætla ég líka að klára myndavegginn sem er hjá borðstofuborðinu mínu. Það gæti flokkast undir heimilisátökin mín. En ég hef einmitt tekið svefniherbergið og baðherbergið í gegn á sl. dögum. Verð að taka það fram að ég hefði aldrei, aldrei getað gert það án Siggu minnar, huggulegur verkstjór þar. Heimilisátakið er stórt og mikið, enda bý ég í 100 ára gömlu húsi (byggt 1908!). Babysteps, babysteps.
Já og svo er það nú alltaf sama heilsu og útlits átakið. Næsta skref þar er það að ég var að skrá mig í RopeYoga með Báru einkaþjálfara. Og svo þegar pjéningar byrja að streyma inn (og kraftaverkin gerast enn) þá ætla ég að fá mér e-n massaðan einkaþjálfara í Laugum og taka þetta með trompi. Get ekki beðið. Það er nefnilega svo heitt að vera með einkaþjálfara skilst mér.
Svo er það Esjan á þriðjudagskvöldum. Fjallgönguátak er mjög gott átak. Og ekki spillir íslensk birta vorsins fyrir. Hana elska ég.
Já og svo er það nú alltaf sama heilsu og útlits átakið. Næsta skref þar er það að ég var að skrá mig í RopeYoga með Báru einkaþjálfara. Og svo þegar pjéningar byrja að streyma inn (og kraftaverkin gerast enn) þá ætla ég að fá mér e-n massaðan einkaþjálfara í Laugum og taka þetta með trompi. Get ekki beðið. Það er nefnilega svo heitt að vera með einkaþjálfara skilst mér.
Svo er það Esjan á þriðjudagskvöldum. Fjallgönguátak er mjög gott átak. Og ekki spillir íslensk birta vorsins fyrir. Hana elska ég.
sunnudagur, maí 18, 2008
þriðjudagur, maí 06, 2008
Stjörnuspeki
Um daginn var stjörnuspáin mín (og allra Hrúta) einhvernveginn svohljóðandi:
"Gættu hvers þú óskar þér, Guðirnir hlusta og þú veist aldrei hvaða draumar rætast"
Ég er ekki frá því að þessi spá sé að rætast. Ótrúlegt hvað allt gerist stundum á sama tíma.
Í dag var svona dagur sem ég fékk svima af valkvíða.
Gaman að því.
"Gættu hvers þú óskar þér, Guðirnir hlusta og þú veist aldrei hvaða draumar rætast"
Ég er ekki frá því að þessi spá sé að rætast. Ótrúlegt hvað allt gerist stundum á sama tíma.
Í dag var svona dagur sem ég fékk svima af valkvíða.
Gaman að því.
miðvikudagur, apríl 30, 2008
Þessi ógurlega kreppa!
Það er bara allt að fara til fjandans á Íslandi! Verðbólga, gengisfall, hóp-uppsagnir og fleira og fleira. Þetta er alveg að fara með okkur jöfrana miklu og bestu...
...Eða hvað?
Jú vissulega er ekkert góðæri í gangi í dag. Æi höfum við ekki bara líka gott af því? Það finnst mér allavega. Mér þykir það bara fínt að sjá hvað mig virkilega vantar í minn hversdagsveruleika til að fullnægja degi hverjumi. Er það ekki bara soldið rómantískt að gera meira úr minna, finna synergíuna í litlu hlutunum. Hafa aðeins meira fyrir hinu og þessu og finna sigurtilfinningu eflast.
Mér líður alltaf soldið vel þegar það skapast "þjóðarástand". Þegar við finnum samkennd og stöndum saman. Hvort sem það er snjóflóð, rafmagnsleysi&þoka eða jú fátækt&kreppa.
Svona er raunveruleikinn. Raunveruleikann finnum við ekki í svörtum jeppum, Philip Starck vöskum, iPhone eða Prada sólgleraugum. Er það nokkuð?
Auðvitað er ég hrædd við verðbólguna, en ég get lítið gert. Í staðinn hef ég ákveðið að mæta henni í blíðu en ekki í væli og stríðu. Hver er memm?
...Eða hvað?
Jú vissulega er ekkert góðæri í gangi í dag. Æi höfum við ekki bara líka gott af því? Það finnst mér allavega. Mér þykir það bara fínt að sjá hvað mig virkilega vantar í minn hversdagsveruleika til að fullnægja degi hverjumi. Er það ekki bara soldið rómantískt að gera meira úr minna, finna synergíuna í litlu hlutunum. Hafa aðeins meira fyrir hinu og þessu og finna sigurtilfinningu eflast.
Mér líður alltaf soldið vel þegar það skapast "þjóðarástand". Þegar við finnum samkennd og stöndum saman. Hvort sem það er snjóflóð, rafmagnsleysi&þoka eða jú fátækt&kreppa.
Svona er raunveruleikinn. Raunveruleikann finnum við ekki í svörtum jeppum, Philip Starck vöskum, iPhone eða Prada sólgleraugum. Er það nokkuð?
Auðvitað er ég hrædd við verðbólguna, en ég get lítið gert. Í staðinn hef ég ákveðið að mæta henni í blíðu en ekki í væli og stríðu. Hver er memm?
þriðjudagur, apríl 22, 2008
Afhinuogþessutilgangslausueðaekkisvotilgangslausu
Jæja þá er ég búin að skila skattaframtalinu fyrir árið í ár. Það verður spennandi að sjá hvað ég fæ ógeðslega mikið af vaxtabótum. En sl ár er einmitt það fyrsta ár sem ég hef ekki verið að djöflast sem verktaki í tíma og ótíma. Það er fatal fyrir vaxtabæturnar. Ég er hins vegar strax búin að eyða vaxtabótunum í hugangum.
Núna á eftir ætla ég í tíma sem heitir "Leikfimi" upp í world class. Í lýsingunni um tímann segir:
Mjúk og hressandi leikfimi með góðum teygjum og ljúfri tónlist. Góður leikfimitími þar sem þú ferð brosandi út. Hentra öllum aldurshópum. Hlökkum til að sjá þig!
...Eitthvað grunar mig að ég verði yngst í þessum tíma. En án efa ekki í besta forminu. Ó nei ó sei.
Þessar kellur sko!
Síðasta helgi var mjög skemmtileg. Ég drakk ekki dropa af áfengi, og úr varð því mjög innihaldsrík helgi, þar sem mikið verður úr dögunum vegna ferskleika. Helgin innihélt:
-mig í karókí, söng 8 lög.
-mig að borða sushi á Sushi Train. Bæði föstudagskvöld og sunnudagskvöld. Nammi.
-mig á tískusýningu þar sem ég sá ekki neitt
-mig í konupartýi "Konur eru konum bestar"-gott framtak hjá Þórdísi!
-mig á útskriftarsýingu LHÍ. Mjög mjög gamn.
-mig í kick-boxi, að springa og nánast drukkna í vatni.
-mig og HK í spa-i í tæpa 2 tíma.
-mig sem boðflennu í LHÍ partý-i.
-mig í konunglegu spelt-vöffluboði í Hafnarfirðinum, hlægjandi meira eða minna í 2 tíma.
-mig á rokkóperunni JesuS Christ Súperstar.
-mig á organic Icelandic fish and chips. Mmm
-mig á rómantísku trúnó með Helgu Kristínu á Næstu Grösum.
-mig í heimsókn hjá afa og ömmu
-mig með vaxandi harðsperrur
-mig í hressandi morgun-kaffi og ristuðu brauði á Te og Kaffi og tímarita lestri
-mig á opnun og tónleikum listakonunar Unnar Andreu í gallerí Lost Horse
-mig í tvöföldum expressó á Boston - og finna áhrifin koma í titringi.
-mig og Helgu Kristínu á rúntinum niður Laugaveginn.
-mig að sakna Kamillu og eiga gott símtal með henni.
-mig, Hallie, Fífu og Hlédísi hlæja svo mikið að það kom næssstum því blautt í bussurnar.
tekið skal fram að þessi atburðarrás er ekki í réttri röð
Lífið er gott eða la vita e bella eins og þeir segja erlendis. Wonderful wonderful life.
Núna á eftir ætla ég í tíma sem heitir "Leikfimi" upp í world class. Í lýsingunni um tímann segir:
Mjúk og hressandi leikfimi með góðum teygjum og ljúfri tónlist. Góður leikfimitími þar sem þú ferð brosandi út. Hentra öllum aldurshópum. Hlökkum til að sjá þig!
...Eitthvað grunar mig að ég verði yngst í þessum tíma. En án efa ekki í besta forminu. Ó nei ó sei.
Þessar kellur sko!
Síðasta helgi var mjög skemmtileg. Ég drakk ekki dropa af áfengi, og úr varð því mjög innihaldsrík helgi, þar sem mikið verður úr dögunum vegna ferskleika. Helgin innihélt:
-mig í karókí, söng 8 lög.
-mig að borða sushi á Sushi Train. Bæði föstudagskvöld og sunnudagskvöld. Nammi.
-mig á tískusýningu þar sem ég sá ekki neitt
-mig í konupartýi "Konur eru konum bestar"-gott framtak hjá Þórdísi!
-mig á útskriftarsýingu LHÍ. Mjög mjög gamn.
-mig í kick-boxi, að springa og nánast drukkna í vatni.
-mig og HK í spa-i í tæpa 2 tíma.
-mig sem boðflennu í LHÍ partý-i.
-mig í konunglegu spelt-vöffluboði í Hafnarfirðinum, hlægjandi meira eða minna í 2 tíma.
-mig á rokkóperunni JesuS Christ Súperstar.
-mig á organic Icelandic fish and chips. Mmm
-mig á rómantísku trúnó með Helgu Kristínu á Næstu Grösum.
-mig í heimsókn hjá afa og ömmu
-mig með vaxandi harðsperrur
-mig í hressandi morgun-kaffi og ristuðu brauði á Te og Kaffi og tímarita lestri
-mig á opnun og tónleikum listakonunar Unnar Andreu í gallerí Lost Horse
-mig í tvöföldum expressó á Boston - og finna áhrifin koma í titringi.
-mig og Helgu Kristínu á rúntinum niður Laugaveginn.
-mig að sakna Kamillu og eiga gott símtal með henni.
-mig, Hallie, Fífu og Hlédísi hlæja svo mikið að það kom næssstum því blautt í bussurnar.
tekið skal fram að þessi atburðarrás er ekki í réttri röð
Lífið er gott eða la vita e bella eins og þeir segja erlendis. Wonderful wonderful life.
miðvikudagur, apríl 16, 2008
Ég heiti Diljá og ég er með influensu
Hér á Njallanum hefur ríkt gífurleg stemmning síðast liðnu þrjá daga, en hér hef ég legið með flensu í allri sinni dýrð. Nú er ég á degi þrjú og neita því ekki að dapurleikinn er að detta inn í auknum mæli. Mér líður smá eins og ég sé í fangelsi.
Í dag hefur þó ríkt ákv framkvæmdargleði sem fylgir því að vera eirðarlaus, í fangelsi.
En ég hef verið að skipuleggja lífið eftir flensu, post influensa eins og þeir segja á fagmálinu.
Afrek dagsins (framkvæmd í rúmi, við borstofuborð og í sófa)
-pantað ferð til New York á Vildarpunkta-tilboði. Álagið hjá Icelandair er hinsvegar svo mikið að ég er ennþá á hold, og bíð því spennt eftir því að sjá hvort ég fái að nýta mér tilboðið góða, eða 16.900kr fram og til baka til eplis.
-látið mömmu panta ferð fyrir okkur mæðgur til San Francisco í Thanksgiving ferð, á sama tilboði. Sjáum hvað setur.
-pantað bláu og grænu(held ég) tunnurnar. Hér á Njálsgötu skal flokkað og borin virðing fyrir umhverfi voru héðan í frá.
-pantað á Sá Ljóta í Þjóðleikhúsinu.
-skipulagt ferð á útskriftarsýningu LHÍ
-reynt að redda mér korti á Græna Ljósið, Bíódaga. Lesið um allar myndirnar. Valið.
-dánlódað bíómyndum
-volað yfir Pretty Woman.
-lesið blogg, skoðað Facebook. MIKIÐ. Las meira að segja "BeSt Of" hjá Bobby Breiðholt.
-látið mig dreyma um að borða hluti sem ég á ekki til hérna heima fyrir.
Oh ég vona að ég verði laus úr þessu á morgun. Þá ætla ég að sprikla úti eins og nýfætt folald.
laugardagur, apríl 12, 2008
Þið munið...
þegar ég fór til Brussel. Það var reyndar tvisvar. Á ferðum mínum um alnetið fann ég litla klippu um tónleikana sem haldnir voru í nafni Iceland Airwaves þann 8.mars. Undirrituð var fengin í spjall við tökumenn og viðtalsdúdda. Þess má geta að þetta var vel eftir miðnætti eftir tónleikana og áfengið var í boði húsins. Fegurðin er eftir því.
Hérna er þetta. Destiny-fjölskyldan er óskaplega stolt af því að hafa tekið þátt í þessu glæsilega verkefni. Húsfyllir og nákvæmlega rétta stemmningin. Ó já Ó já.
Múm, Kira Kira, Skakkamanage & Parachutes í AB í Brussel 8.mars
Annað sem ég vil koma á framfæri, eða þá lýsa eftir.
Nú er að hefjast eitt það svakalegasta gym átak hjá mér. Og mig vantar ykkar tip um þau lög sem eru góð á gym-playlistann. Það verða að vera lög sem fá hjartað til að pumpa, svitadropana til að leka í augun, lög sem fá mann til að hlaupa fram af brettinu og sprengjur koma í rassinn af áreynslu.
Ég er bara komin með 3 lög á listann
Declare Independence m. Björk
Smells Like Teens spirit m. Nirvana
Atlas m. Battles
Viljið þið sem vit hafið senda mér tillögur í komment. Takk.
Hérna er þetta. Destiny-fjölskyldan er óskaplega stolt af því að hafa tekið þátt í þessu glæsilega verkefni. Húsfyllir og nákvæmlega rétta stemmningin. Ó já Ó já.
Múm, Kira Kira, Skakkamanage & Parachutes í AB í Brussel 8.mars
Annað sem ég vil koma á framfæri, eða þá lýsa eftir.
Nú er að hefjast eitt það svakalegasta gym átak hjá mér. Og mig vantar ykkar tip um þau lög sem eru góð á gym-playlistann. Það verða að vera lög sem fá hjartað til að pumpa, svitadropana til að leka í augun, lög sem fá mann til að hlaupa fram af brettinu og sprengjur koma í rassinn af áreynslu.
Ég er bara komin með 3 lög á listann
Declare Independence m. Björk
Smells Like Teens spirit m. Nirvana
Atlas m. Battles
Viljið þið sem vit hafið senda mér tillögur í komment. Takk.
fimmtudagur, apríl 03, 2008
þriðjudagur, apríl 01, 2008
Dominos
Getur e-r farið að loka gæjann inni sem semur og talar inná Dominos útvarpsauglýsingarnar. Ég er nokkuð viss um að um sé að ræða sama manninn hérna.
Ég læt ekki margar auglýsingar og slíkt áreiti fara í taugarnar á mér. En kommon! Þetta er óþolandi!
Annars mæli ég með að kíkja á þessa pod-cast síðu hérna.
Þetta er síða með allskonur klippum af íslensku tónlistarfólki í allri sinni dýrð. Allt frá Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður og svo bara heima í stofu og stúdíó-um hjá hressum krökkum.
Mjög skemmtilegt!
Annars er bara allt gott að frétta, ég á afmæli nk helgi. Eða kl.1.15 eftir miðnætti á aðfaranótt sunnudags. Og sný þá tuttuguogníu ára. Þeim sem er boðið að fagna með mér fá tölvupóst í dag sendan. Og ekki væla um að ég sé sein í snúningum að bjóða. Þetta á ekki að vera neitt stórt, bara stuð. Þeir mæta sem geta.
Bæjó!
Ég læt ekki margar auglýsingar og slíkt áreiti fara í taugarnar á mér. En kommon! Þetta er óþolandi!
Annars mæli ég með að kíkja á þessa pod-cast síðu hérna.
Þetta er síða með allskonur klippum af íslensku tónlistarfólki í allri sinni dýrð. Allt frá Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður og svo bara heima í stofu og stúdíó-um hjá hressum krökkum.
Mjög skemmtilegt!
Annars er bara allt gott að frétta, ég á afmæli nk helgi. Eða kl.1.15 eftir miðnætti á aðfaranótt sunnudags. Og sný þá tuttuguogníu ára. Þeim sem er boðið að fagna með mér fá tölvupóst í dag sendan. Og ekki væla um að ég sé sein í snúningum að bjóða. Þetta á ekki að vera neitt stórt, bara stuð. Þeir mæta sem geta.
Bæjó!