laugardagur, apríl 12, 2008

Þið munið...

þegar ég fór til Brussel. Það var reyndar tvisvar. Á ferðum mínum um alnetið fann ég litla klippu um tónleikana sem haldnir voru í nafni Iceland Airwaves þann 8.mars. Undirrituð var fengin í spjall við tökumenn og viðtalsdúdda. Þess má geta að þetta var vel eftir miðnætti eftir tónleikana og áfengið var í boði húsins. Fegurðin er eftir því.

Hérna er þetta. Destiny-fjölskyldan er óskaplega stolt af því að hafa tekið þátt í þessu glæsilega verkefni. Húsfyllir og nákvæmlega rétta stemmningin. Ó já Ó já.

Múm, Kira Kira, Skakkamanage & Parachutes í AB í Brussel 8.mars

Annað sem ég vil koma á framfæri, eða þá lýsa eftir.
Nú er að hefjast eitt það svakalegasta gym átak hjá mér. Og mig vantar ykkar tip um þau lög sem eru góð á gym-playlistann. Það verða að vera lög sem fá hjartað til að pumpa, svitadropana til að leka í augun, lög sem fá mann til að hlaupa fram af brettinu og sprengjur koma í rassinn af áreynslu.
Ég er bara komin með 3 lög á listann
Declare Independence m. Björk
Smells Like Teens spirit m. Nirvana
Atlas m. Battles

Viljið þið sem vit hafið senda mér tillögur í komment. Takk.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Chemical Brothers:
Galvanise, It began in Africa

Juliette & the licks:
Father's Daughter, you're speaking my language

Massive Attack, mörg þeirra lög

Yelle líka meðhress lög


Bara svona sem mér dettur helst í hug núna

jú og Muse

Bláskjár

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegt myndband.. ég þarf að fá að skreppa með í svona ferð einhvern tíma..
Hunting for witches - Bloc party
Sorry - Daughtry
Daft punk is playing at my house - LCD soundsystem
Eiginlega allt með MIA
It's a hit - We are scientists

Ég geri auðvitað ráð fyrir því að þú þekkir ekkert af þessu;) Öll mín tónlist kemur ekki frá þér,, nei nei.
Tin

Nafnlaus sagði...

Hmmm...sko...má ekki gleyma Sykurmolunum...svo margt gott þar sem kemur mér alltaf í brjálaðan fíling...t.d. Walkabout...algjör klassi!

Svo er það náttla Under Pressure með Queen og Bowie...ossa skemmtilegt.

Svo veit ég ekki með þig en lagið í Flashdance fær mig til að spretta úr spori með stæl. Endurupplifi æskuna og fer að semja dansa í hausnum...mmm...gaman gaman!!!!!
Kveðja frá Búmbúlínú sem er ekkert að fara að spretta úr spori á næstunni!!!!

Nafnlaus sagði...

Já og gleyyyyyymdi ammlisknúsi...knúúúúúúúús!!!

grojbalav sagði...

Já auðvitað verður þér boðið. Þú þarft samt að ræða þetta við hann Ólaf. Þetta er ekki í mínum höndum þar sem ég hef ekki orðið vör við neinn hring og börnin óskilgetin í þeirri meiningunni.
Já og ef þú verður á undan þá segi ég sama, vil fá að koma í partýbrullaup til þín.

En bara nefna það ég er alltaf game í spil, og reyndar er líka barnið hresst svo ég get alveg farið út hvenær sem er;)
Diljá partýplanner verður að blása í partýlúðurinn og ég kem eða býð, þið ráðið. Kannski skemmtilegra að drekka mojito í barnlausu umhverfi;)