-eytt dásamlegri helgi með bræðrum mínum og Unu mágkonu í Malmö
-farið 3var í fallturninn í Tívolí-inu í Kaupmannahöfn, ásamt öllum öðrum tækjum líka
-hlegið svo mikið að það kom næstum því blauttíbussurnar í klessubílunum, klassík!
-snætt delicatess-pick nick á torfulögðum ruslahaug sem spilar rómantíska tónlist
-horft á Júróvisjón og undrast á sameiginlegum vondum stíl Evrópu, en elskað dansatriðið í vinningslaginu
-farið í upptökuver með hljómsveitinni Ámundsbörn, en orðið að hætta við tökur vegna "skapandi ágreinings"
-borðað sushi, séð Indiana Jones, grillað í parkinu og séð heila seríu af XoXo Gossip Girl
-hundsað óvenjulega mörg drunk dialing símtöl um miðjar nætur
-séð einn áhrifamesta mann tónlistar flytja tónlist í umb 2 tíma, Bob Dylan
-heyrt Sölva kærasta minn segja nafnið mitt, eða Díjá, í fyrsta skipti. Bræðir hjartað.
-gengið á Esjuna
-gengið í gegnum allan tilfinningaskalann
-keyrt á 120 km hraða á Jet-ski á Hafravatni, fengið adrenalín kikk og náttúrulega vímu
-setið í hliðarvagni á rússnesku mótórhjóli og rúntað um á seltjarnarnesi og gróttu í miðnætursólinni
-farið með bílinn minn í Löður, og verið að dást að litadýrðinni í öllum sápunum og svömpunum þar. Soldið 80´s style hjá Löðri.
-séð tónleikana Ferð án fyrirheits
-staðið inni á Hressó þegar suðurlandsskjálftinn 08 reið yfir, var með riðu í nokkurn tíma eftir á
-borðað á Gló og mæli með því. Einnig borðað á Thorvaldsen og mæli ekki með því.
-fundist cesar salatið á B5 það besta í bænum.
-reynt að komast til New York, án árangurs
-fengið yndislega leyndó frétt
-unnið á tónleikum John Fogerty, ekki vitað neitt um manninn áður, þekkt síðan öll lögin, kóngur slagaranna
-fagnað innilega þegar súper size vann AMNT
-planað ferð á SATC; kjólar, kokteilar og kynþokkafullar kynsystur mínar. Gaman saman:)
-haft góða tilfinningu fyrir sumrinu, mallakútur fullur af fiðrildum
Sjáum hvað setur, bæjó!
3 ummæli:
Varstu búin að gleyma að ég hljóp aftur inn á Hólatorgið hetjan sem ég er og náði í SÍMANN MINN !
hahaha
knús
Kolls
vá!!! þú ert ekkert smá afkastamikil. Margt á þessum lista sem að mig langar að gera as soon as possible..... já með þér!
ma eg koma med ter einn daginn upp a esjuna. tad er komid inn a listann minn. mikid tarna skemmtilegt a listanum tinum sem eg verd ad fara ad gera. bros og fadmlag til tin
rosa maria
Skrifa ummæli