þriðjudagur, apríl 01, 2008

Dominos

Getur e-r farið að loka gæjann inni sem semur og talar inná Dominos útvarpsauglýsingarnar. Ég er nokkuð viss um að um sé að ræða sama manninn hérna.
Ég læt ekki margar auglýsingar og slíkt áreiti fara í taugarnar á mér. En kommon! Þetta er óþolandi!

Annars mæli ég með að kíkja á þessa pod-cast síðu hérna.
Þetta er síða með allskonur klippum af íslensku tónlistarfólki í allri sinni dýrð. Allt frá Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður og svo bara heima í stofu og stúdíó-um hjá hressum krökkum.
Mjög skemmtilegt!

Annars er bara allt gott að frétta, ég á afmæli nk helgi. Eða kl.1.15 eftir miðnætti á aðfaranótt sunnudags. Og sný þá tuttuguogníu ára. Þeim sem er boðið að fagna með mér fá tölvupóst í dag sendan. Og ekki væla um að ég sé sein í snúningum að bjóða. Þetta á ekki að vera neitt stórt, bara stuð. Þeir mæta sem geta.

Bæjó!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Éég mæti og skála með þér 1.15 :)
Tin

Dilja sagði...

þú mætir nú aðeins fyrr ekki satt:)

Nafnlaus sagði...

ég bið eftir boði...... bíð bíð bíð, hey ég er líka atvinnulaus og alltaf til í kaffi núna þegar þú ert í mat ;)
Bláskjár

Nafnlaus sagði...

Þú hefur farið í sleik við Dómínós gaurinn!!! hahahhhaha
Kveðja Svanhvít

Nafnlaus sagði...

jú jú mæti að sjálfsögðu miklu fyrr og verð eflaust orðin skrautleg og dömutýnd þegar við skálum kl 1.15. :)
tinnaogtyndadaman

Dilja sagði...

já við fáum okkur nu smá sjampó með dekrinu hehe