mánudagur, maí 19, 2008

Átök

Nú er ég í átaksstuði. Alveg hreint tryllt í að taka allskonar átök. Til að byrja með ætla ég að finna myndavélina mína og taka fleiri myndir. Myndatökuátak. Svo ætla ég líka að klára myndavegginn sem er hjá borðstofuborðinu mínu. Það gæti flokkast undir heimilisátökin mín. En ég hef einmitt tekið svefniherbergið og baðherbergið í gegn á sl. dögum. Verð að taka það fram að ég hefði aldrei, aldrei getað gert það án Siggu minnar, huggulegur verkstjór þar. Heimilisátakið er stórt og mikið, enda bý ég í 100 ára gömlu húsi (byggt 1908!). Babysteps, babysteps.
Já og svo er það nú alltaf sama heilsu og útlits átakið. Næsta skref þar er það að ég var að skrá mig í RopeYoga með Báru einkaþjálfara. Og svo þegar pjéningar byrja að streyma inn (og kraftaverkin gerast enn) þá ætla ég að fá mér e-n massaðan einkaþjálfara í Laugum og taka þetta með trompi. Get ekki beðið. Það er nefnilega svo heitt að vera með einkaþjálfara skilst mér.
Svo er það Esjan á þriðjudagskvöldum. Fjallgönguátak er mjög gott átak. Og ekki spillir íslensk birta vorsins fyrir. Hana elska ég.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eins og hvad eg elska oll atok ta get eg stundum hatad tau >(

aetla lika ad skella mer i yoga tegar eg kem til koben. sidan verdur hlaturyoga einu sinni i viku. TAD ER STUD!

Rosa Maria

Nafnlaus sagði...

Ohhhh...er nákvæmlega á þessum stað þessa daganna. Er eins og landafjandi hérna heima að gera allt fínt. Er svo að mana mig upp í post-baby átakið ógurlega! Fæ alveg kitl í mallakútinn yfir öllum þessum átökum. Hlakka svo til þegar allt verður orðið eins og í Bo og Bedre hérna heima og ég eins og Jane Fonda á góðum degi...lovvvit!

En hvað segir'u um Esjulabbið? Er þetta einhver hópur eða bara sjálfstætt framtak? Finnst það eitthvað svo smart... svo sjúklega hresst eitthvað...
Enníveiz...átök gefa lífinu lit;)
Knús frá Brynku Von Trapp

Nafnlaus sagði...

Æi öll átök sem hafa með líkamlegt fitness að gera eru hundleiðinleg og erfið að halda út... En ánægð með myndavélaátakið,, ég þarf að taka þátt í því líka. Gleymi alltaf myndavélinni minni.. Og já ef siggu verkstjóra vantar enn fleiri vinnumenn þá er ég geim,, komin í vinnuform núna:) Náðuð þið að klára kannski?
Tin