Jæja þá er ég búin að skila skattaframtalinu fyrir árið í ár. Það verður spennandi að sjá hvað ég fæ ógeðslega mikið af vaxtabótum. En sl ár er einmitt það fyrsta ár sem ég hef ekki verið að djöflast sem verktaki í tíma og ótíma. Það er fatal fyrir vaxtabæturnar. Ég er hins vegar strax búin að eyða vaxtabótunum í hugangum.
Núna á eftir ætla ég í tíma sem heitir "Leikfimi" upp í world class. Í lýsingunni um tímann segir:
Mjúk og hressandi leikfimi með góðum teygjum og ljúfri tónlist. Góður leikfimitími þar sem þú ferð brosandi út. Hentra öllum aldurshópum. Hlökkum til að sjá þig!
...Eitthvað grunar mig að ég verði yngst í þessum tíma. En án efa ekki í besta forminu. Ó nei ó sei.
Þessar kellur sko!
Síðasta helgi var mjög skemmtileg. Ég drakk ekki dropa af áfengi, og úr varð því mjög innihaldsrík helgi, þar sem mikið verður úr dögunum vegna ferskleika. Helgin innihélt:
-mig í karókí, söng 8 lög.
-mig að borða sushi á Sushi Train. Bæði föstudagskvöld og sunnudagskvöld. Nammi.
-mig á tískusýningu þar sem ég sá ekki neitt
-mig í konupartýi "Konur eru konum bestar"-gott framtak hjá Þórdísi!
-mig á útskriftarsýingu LHÍ. Mjög mjög gamn.
-mig í kick-boxi, að springa og nánast drukkna í vatni.
-mig og HK í spa-i í tæpa 2 tíma.
-mig sem boðflennu í LHÍ partý-i.
-mig í konunglegu spelt-vöffluboði í Hafnarfirðinum, hlægjandi meira eða minna í 2 tíma.
-mig á rokkóperunni JesuS Christ Súperstar.
-mig á organic Icelandic fish and chips. Mmm
-mig á rómantísku trúnó með Helgu Kristínu á Næstu Grösum.
-mig í heimsókn hjá afa og ömmu
-mig með vaxandi harðsperrur
-mig í hressandi morgun-kaffi og ristuðu brauði á Te og Kaffi og tímarita lestri
-mig á opnun og tónleikum listakonunar Unnar Andreu í gallerí Lost Horse
-mig í tvöföldum expressó á Boston - og finna áhrifin koma í titringi.
-mig og Helgu Kristínu á rúntinum niður Laugaveginn.
-mig að sakna Kamillu og eiga gott símtal með henni.
-mig, Hallie, Fífu og Hlédísi hlæja svo mikið að það kom næssstum því blautt í bussurnar.
tekið skal fram að þessi atburðarrás er ekki í réttri röð
Lífið er gott eða la vita e bella eins og þeir segja erlendis. Wonderful wonderful life.
4 ummæli:
Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar, mín fagra! Þær komu úr öllum áttum. Sokkalega noice!
Ég hlakka svo til að verða þín á ný;) Þá getur þú bloggað svona:
Ég og Mill gerðum þetta. Ég og Mill gerðum hitt.
Ég saknaði Mill ekki neitt vegna þessa að við vorum saman 24/7. Hohohoho (sæjitt, ég er svo hress að ég er farin að hlæja jólahlátrinum).
Vííííííííí!
Elska þig í strætó.
Millhouse Birmingham
vó, bissí helgi. Ég var að famelíast, líka voða næs. Öfunda þig pínu af sushi-train. Hefði líka verið til í að vera með þér í einhverju af þessu aktivítí. Missja
Djísözzzz...ég er nú búin að vera gersamlega laus við bakkus í heila níu mánuði og er held ég enn ekki búin að gera svona mikið...
HEISUS!
knús frá B-U-M-B-U
Viðburðarík helgi, laugardagurinn var mjög skemmtilegur ;) Spurning hvenær við tökum kickboxið aftur... xx
Skrifa ummæli