Það er bara allt að fara til fjandans á Íslandi! Verðbólga, gengisfall, hóp-uppsagnir og fleira og fleira. Þetta er alveg að fara með okkur jöfrana miklu og bestu...
...Eða hvað?
Jú vissulega er ekkert góðæri í gangi í dag. Æi höfum við ekki bara líka gott af því? Það finnst mér allavega. Mér þykir það bara fínt að sjá hvað mig virkilega vantar í minn hversdagsveruleika til að fullnægja degi hverjumi. Er það ekki bara soldið rómantískt að gera meira úr minna, finna synergíuna í litlu hlutunum. Hafa aðeins meira fyrir hinu og þessu og finna sigurtilfinningu eflast.
Mér líður alltaf soldið vel þegar það skapast "þjóðarástand". Þegar við finnum samkennd og stöndum saman. Hvort sem það er snjóflóð, rafmagnsleysi&þoka eða jú fátækt&kreppa.
Svona er raunveruleikinn. Raunveruleikann finnum við ekki í svörtum jeppum, Philip Starck vöskum, iPhone eða Prada sólgleraugum. Er það nokkuð?
Auðvitað er ég hrædd við verðbólguna, en ég get lítið gert. Í staðinn hef ég ákveðið að mæta henni í blíðu en ekki í væli og stríðu. Hver er memm?
8 ummæli:
Ég skal reyna að vera memm. En ég er nánast með tárin í augunum eftir að ég millifærði um 85 þús frá ísl og sá 5 þús og e-ð DK-krónur á DK-heimabankanum mínum.
Rósa María
rómantísk hugsun en nær kannski í gegn hjá fólki sem hefur verið sagt upp, verður jafnvel erfitt að finna vinnu hvað þá jafn vel launaða, lánin hækka óstjórnlega við þessa brjálæðislegu verðbólgu og nauðsynjavörur hækka og hækka m.a. vegna gengishrunsins. Tala nú ekki um hvað húsnæðislán í erlendri mynt hafa hækkað við það hrun. Það er mest þess vegna sem ég vona að þessi mánudagur standi ekki lengi yfir í efnahagsmálunum.
Mér er sem betur fer, nú sem fyrr, svo sama um philip starck og allt hans dót, prada gleraugu o.s.frv. og get alveg sleppt því að fara í reglulegar helgarferðir erlendis (ef ég þarf :)
á reyndar nýlegan svartan jeppa, maður getur nú ekki neitað sér um allt ;)
en knús til þín... það kostar ekkert
átti auðvitað að vera: "nær kannski ekki í gegn" þarna fyrst ;) er ekki alveg að spara orðin þó það sé kreppa
Ok ok...en EKKI TAKA PRADA GLERAUGUN MÍN!!!!
Le bumba
já sammála þ.e. frá mínum bæjardyrum séð. Viðurkenni að við hjúin hlúum vel að hverri krónu núna en höfum það bara rómó á meðan. En ég efast um að sumum detti rómantík í hug þegar að þeir geta ekki borgað lánin sín og kaupið dugar ekki fyrir nauðsynjum. Því miður er það raunveruleikinn hjá sumum :( en ég hrópa í takt við Le bumbu... ekki taka Philip Starck stólinn minn hehe
ps. er farin að hlakka allskuggalega til á laugardagskv. ekkert krepputal þá ;)
Sammála og ekki sammála. Ég hef svosem aldrei verið meira en 'window shopper' á (of) dýrum og fínum munum og fatnaði en ég held að þessi 'kreppa' eigi vonandi eftir að koma viti fyrir þann hluta landans sem heldur að hamingjan felist í slíkum hlutum (og eingöngu þeim). Hitt er verra, eins og Maja bendir á, með þá sem máttu alls ekki við þessu verðbólguskoti... fjárhagsáhyggjur eru örugglega hræðilegar að þurfa að búa við constantly (þá er ég að sjálfsögðu að meina á eftir áhyggjum af heilsu nákominna)
Vá þetta var mjög svo djúpur pistill hjá mér :)
Ég er sammála því að það veldur áhyggjum hversu mikið húsnæðislánin hækka, en mér finnst að fólk eigi að nýtahlutina betur en hingað til. Það er til dæmis alveg hægt að lifa með gamla túbusjónvarpinu sem var keypt fyrir tíma flatskjáanna. Það er ekki þörf á að endurnýja í flatskjá fyrr en sjónvarpið gefur sig. Það er betra að leggja fyrir t.d. 10.000,- á mánuði og kaupa síðan 200.000,- kr. flatskjá eftir 20 mánuði. Með því móti sleppur fólk við að greiða hina himinháu vexti við að kaupa hlutinn á raðgreiðslum og þessum 20 mánuðum seinna er komin meiri tækni.
Skrifa ummæli