miðvikudagur, júlí 23, 2008

Með Nova áskrift við tölum endalaust


Ég er komin með Nova númer og það er mjög gaman. Því það er svo gaman að fá ókeypis. Núna er ég alltaf að hringja í fólk sem er líka í Nova og við tölum meira og minna um það að við séum að tala frítt við hvort annað. Þvílíkur munur.
Íslensk símafyrirtæki eiga ekki heiður skilið fyrir framkomu við viðskiptavini sína. Þvílíkir prettir alltaf hreint. Nú er að sjá hvað Nova ætlar að halda þessu fría dóti sínu lengi. En þangað til er ég alla vega á stærasta skemmtistað í heimi að tala og sms-a frítt við fallega fólkið.
Ef þú lesandi góður ert í Nova, viltu láta mig vita strax svo ég geti hringt í þig.
Mitt númer er 7724230. Vodafonenúmerið er þó áfram í gildi 6624230. Heima er 5524230.

13 ummæli:

hk sagði...

Flott númer skvís ;) Velkomin í hópinn... nú getum við blaðrað um að blaðra frítt bara endalaust! :)

Nafnlaus sagði...

Best að vera með númer hjá öllum símafyrirtækjunum og borga bara lágmarksáskrift alls staðar. Hringja svo allt frítt með excelskjalið á lofti til að vita hver er hjá hvaða fyrirtæki .)
(verst hvað maður væri geðveikislegur með alla þessa síma)
Þetta ráð var í boði móður þinnar.

Nafnlaus sagði...

er ég þá "ljótt fólk"

Bláskjár

Nafnlaus sagði...

Sakna þín líka fallega stelpan mín.
Plönum deit í þessari viku elskan og fáum okkur svo kaffi líka :)

Knús
Kolls sem drekkur ekki kaffi

Nafnlaus sagði...

blooooooooooooooooogg takk!!!!
Brynkulína

Heba sagði...

Mér finnst ansi langt síðan fröken Dill in da house hefur heiðrað okkur með blokknærveru sinni.. (gott en geðveikislegt ráð frá mömmu þinni btw.)
kv.Heba

Nafnlaus sagði...

Hvar er DillyVanilli?

Nafnlaus sagði...

Bloooooggggggg takk förer...bloggrúnturinn GLATAÐUR án þín!
Koss og knús frá Brynkulínu
Ps. Hvernig er með Pínk púþþís hittinginn??!! Spennó...

Nafnlaus sagði...

fröken diljá!!!
fékkstu þér NOVA númer og hættir að blogga eða???????
kv
Halldóra Lísa

Nafnlaus sagði...

Er málið að fara að gefa út dánarvottorð á síðuna?

Nafnlaus sagði...

Djöfull er ég farin að hata NOVA!!! Bloggaðu KHONA!!!
-Brynkan gone crazzzzy

Nafnlaus sagði...

Mér finnst að þú ættir að byrja að blogga aftur !!!! ;)
- Sandra -

Nafnlaus sagði...

Ok...er komin yfir "afneitunarstigið" í sorgarferlinu og "samningarstigið"...þarf núna bara closure...getur þú allavega gefið út dánarfrétt bloggsins nú EÐA bara byrjað aftur að blogga???*snökt*...það er alveg búið að riðla bloggrúntinum mínum með þessari vitleysu!
Knúz frá Brynkustrump sem elskar að lesa um máttina og dýrðina í lífi Dill