mánudagur, nóvember 10, 2008

Munnræpa í bloggi...

Nú er búið að skreyta hverfið mitt í jólaljósum. Mikið óskaplega finnst mér það notalegt, sérstaklega svona þegar dagarnir styttast óðum. Á þessum tíma árs þarf ég að hafa mikið fyrir því að halda í gleðina. Og það er svo sem allt í lagi, svo lengi sem ég hef fyrir því.
Og það eru einmitt þessir litlu hlutir sem gleðja mig, eins og jólaljósin. Svo eru hlutir, sem ég hélt eitt sinn að væru ekki minn tebolli, einmitt að gleðja mig mikið núna þessa dagana. Mér finnst til dæmis miklu betra að vera í 9-5 vinnu en ég bjóst við.

Ég er líka að vinna á svo frábærum vinnustað. Þar eru það einmitt litlu hlutirnir sem gera kraftaverkin. Td. að mæta snemma á morgnana, ný skriðin úr sturtunni, og fá heitan hafragraut með hnetum og rúsínum.
Svo var ég að fá eitt verkefni í dag, sem felst einmitt í því að finna upp á þessum litlu skemmtilegum hlutum, sem kosta ekkert, sem gleðja starfsfólkið og þal hvetja til vinnu og að ná settum markmiðum. Og það til 10.mars 2009! Ekki leiðinlegt project fyrir KaosPilot:)

Já svo er ég komin með alls kyns hugmyndir af jólagjöfum í anda kreppujólanna. Ég vona að ég finni tíma og tól til að framkvæma þessar æðislegu hugmyndir mínar.
Ég er líka komin með 2 jólakjóla, en þeir eru þess háttar að þeir eru "í kjólinn fyrir jólin" - eða markmiðs-kjólar. Hanga á innanverðri skáps-hurðinni og bjóða mér góðan daginn á hverjum morgni. Svo fer ég í combat og spinning og hugsa um þá. Og mig, hvað ég verð sæt í þeim um jólin.

Uppáhaldsauglýsingin mín þessa dagana er þessi með litlu stelpunni með kórónu og í kjól að syngja af lífs og sálarkröftum með e-u lagi. Svona getur snjalla fólkið gert mikið fyrir lítið.

Jæja bæjó!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, haha! Ég dýrka þessa auglýsingu:)
Sigrún

Nafnlaus sagði...

Sama hér...snilldarauglýsing! En já...vantar nýjan markmiðskjól...komst í minn langt á undan áætlun! Össsöössssössss....kiss og knúz frá Brynku jólastrympu

hk sagði...

Nú líst mér á þig í blogginu, gott að fá í dag vort daglegt brauð! Vona að þú haldir áfram að ba ba ba bara vera í stuði :) Knús xx

Nafnlaus sagði...

ohhh æðislegt að þú sért farin að blogga aftur elskan mín og gaman að lesa hvað þú ert jákvæð þessa dagana, eins og alla aðra daga. Og hvað þú ert staðföst og dugleg að mæta í ræktina... *klapp á öxl* Þú verður megapæja í fínu kjólunum þínum um jólin..
sakna þín elsku krúttið mitt...
kveðjur frá álaborg

Nafnlaus sagði...

Mér finnst svo gaman að lesa bloggið þitt Diljá. Ég var búin að ákveða að gefa ekki eina jólgjöf en núna langar mig að gefa ódýarar jólagjafir eða ójeypis jólagjafir. Kannski að ég fái að vita leyndarmálin þín og þá skal ég segja þér mín. Búin að gefa nokkrar fallegar ókeypis og ódýrar jólagjafir í gegnum árin.

Ég verð að fá að vita hvenær þú ert að fara í spinning. Mér finnst svo gaman að gera e-ð skemmtilegt með skemmtilegu fólki.

Annað, helduru að ég sé ekki að fara á... á fös kl. 21. Þetta er ekki stefnumót :( en þetta er það sem þú hvíslaðir einu sinni að mér í húsi á Laugarveginum/Klapparstíg og það er ekki langt síðan.

Rósa María

Dilja sagði...

Takk allar fyrir kommentin.

Brynhildur!ánægð með þig kona! Rósa viltu koma í spinning í fyrramálið! Mjög ánægð með þig líka:)

Maja pæja sagði...

ohoo yndislegt að jólaskreytingarnar séu farnar að líta "dagsins" ljós aftur... ég hreinlega iða í skinninu að skella mínu jóladóti upp. Vildi að ég gæti sent þér eina smáköku í gegnum tölvuna.. ég er sko að baka. En það myndi kannski eyðileggja markmiðin... nei smákökur fara bara í brjóstin og það er bara flott að vera með stór brjóst :)