miðvikudagur, apríl 16, 2008

Ég heiti Diljá og ég er með influensu



Hér á Njallanum hefur ríkt gífurleg stemmning síðast liðnu þrjá daga, en hér hef ég legið með flensu í allri sinni dýrð. Nú er ég á degi þrjú og neita því ekki að dapurleikinn er að detta inn í auknum mæli. Mér líður smá eins og ég sé í fangelsi.
Í dag hefur þó ríkt ákv framkvæmdargleði sem fylgir því að vera eirðarlaus, í fangelsi.
En ég hef verið að skipuleggja lífið eftir flensu, post influensa eins og þeir segja á fagmálinu.

Afrek dagsins (framkvæmd í rúmi, við borstofuborð og í sófa)
-pantað ferð til New York á Vildarpunkta-tilboði. Álagið hjá Icelandair er hinsvegar svo mikið að ég er ennþá á hold, og bíð því spennt eftir því að sjá hvort ég fái að nýta mér tilboðið góða, eða 16.900kr fram og til baka til eplis.
-látið mömmu panta ferð fyrir okkur mæðgur til San Francisco í Thanksgiving ferð, á sama tilboði. Sjáum hvað setur.
-pantað bláu og grænu(held ég) tunnurnar. Hér á Njálsgötu skal flokkað og borin virðing fyrir umhverfi voru héðan í frá.
-pantað á Sá Ljóta í Þjóðleikhúsinu.
-skipulagt ferð á útskriftarsýningu LHÍ
-reynt að redda mér korti á Græna Ljósið, Bíódaga. Lesið um allar myndirnar. Valið.
-dánlódað bíómyndum
-volað yfir Pretty Woman.
-lesið blogg, skoðað Facebook. MIKIÐ. Las meira að segja "BeSt Of" hjá Bobby Breiðholt.
-látið mig dreyma um að borða hluti sem ég á ekki til hérna heima fyrir.

Oh ég vona að ég verði laus úr þessu á morgun. Þá ætla ég að sprikla úti eins og nýfætt folald.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já gott að heyra að þú sért að verða frísk, jibbíkóla! Mig langar svo til New York... með hverjum ferðu???

Dilja sagði...

Fékk ekki tilboðið í gegn:( átti ekki nóg af vildarpunktum. En ég stefni nú samt á að fara til NY í sumar, heimsækja Nönnu og fjölsk., svo ætlar Tinna nú að stefna að því að vera þarna í stoppi á sama tíma:)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með tunnurnar. Ætla að gera það sama þegar ég mun flytja í 101. Þá verð ég alltaf dansandi af gleði :)

Rósa María

Sigrún sagði...

Við áttum ógeð af punktum og bókuðum okkur til Boston í jólafjörið (vá hvað maður er orðin sænskur í skipulaginu, margra mánaða fyrirvari).

En þegar nú nefnir San FRan þá hljómar það ekki illa. Kannski mar skelli sér bara aðra ferð... he he nei æi er það ekki of langt í burtu fyrir svona stutta ferð?

Nafnlaus sagði...

Djösss dugnaður! Get ekki ímyndað mér afkastameiri dag í rúminu...eða...ehh...
Brynkulína Bumbulíusardóttir

Nafnlaus sagði...

Já pottþétt! Þá förum við í MOMA og sjáum Ólaf E og síðan á Nobu og fáum okkur besta sushi í heimi. næss.
Tin

Nafnlaus sagði...

æ Tinna taktu mig með.,.. buhuu

Dilja sagði...

hihi ég fékk ekki einu sinni að nota tilboðið, átti ekki nóga inneign:/
jæja en það kemur e-ð upp í hendurnar veit ég...

Rósa, góð hugmynd: dansandi flokkun rusls! Þeas alltaf að dansa á meðan maður flokkar hahahah
lovin it!

Nafnlaus sagði...

Jæja ég er ennþá veikur... ég ætlaði að gera svo margt!

Dilja sagði...

hahahahahhaahah
hahahahhahahahha