Stjörnuspáin mín í dag:)
Og mér líst mjög vel á hana. Því einmitt í dag og næstu daga ætla ég að taka mér sumarfrí, sumarfrí sem aldrei fyrr. Helgin framundan er ekki bara full af sól heldur líka líka stöppuð af góðum dagsskrárliðum og fallegu fólki. Breakfastclub, lunchdate á Jómfrúnni, dinner á grettisgötu, afmæli, jet-ski á Hafravatni, wedding grill, afmæli á Fishmarket ofl ofl.
Rúsínan í pylsuendanum er svo sagaclass lúxus ferð til New York á sunnudagskvöldið. Þar ætla ég að vera í viku og njóta lífsins hjá Nönnu frænku og fjölskyldu. Sofa út, vera við sundlaugarbakkann, leika við Dante og Indiu (ef ég get, miklar líkur á því að ég borði þau líka), labba um og skoða leyndarmál New York borgar með límonaði til að kæla mig niður, á sandölum, í kjól og með flott sólgleraugu.
Seinni hluti júlí er jafnplanaður og sá fyrri. Það getur verið að ég fari í Henson - galla hring í kringum Ísland með Sumargleði Kimi Records, svo hef ég störf 21.júlí hjá CCP. Já ný vinna, og nýr bransi. Allt nýtt! Og lífið er gott. Ó svo gott. Því alltaf kemur sólin á eftir vonda veðrinu.
Þannig er lífið.
Here comes the sun, í útgáfu Ninu Simone
Little darling,
it's been a long cold lonely winter
Little darling,
it feels like years since it's been here
Here comes the sun,
here comes the sun
and I say
it's all right
Little darling,
the smiles returning to the faces
Little darling,
it seems like years since it's been here
Here comes the sun,
here comes the sun
and I say
it's all right
Little darling,
I feel that ice is slowly melting
Little darling,
it seems like years since it's been clear
Here comes the sun,
here comes the sun,
and I say
it's all right
It's all right
7 ummæli:
Til hamingju aftur með vinnuna! Þú ert náttúrulega megapæja með öll þessi plön. Mjög mikið gaman að því.
En damn þú að vera að fara til NY - ég sem ætlaði að fara en nei nei kemst ekki núna af því að þú tróðst þér í sætið mitt á sagaclass :(
Sóley Björt
takk fyrir gærkveldið , það var gaman:) Bláskjár
.ohh já lunchdeitið á jómfrúnni sem færðist yfir í rottuþema á hressó var very næs;)
verst að ég skuli ekki getað ferjað þig yfir til new york eins og planið okkar var....
Tin
Takk fyrir yndislegan hitting á jómfrúnni hehe.. góða ferð til NY elskan, hlakka til að heyra frá þér
kv. mæbba
ps. þú mannst e óvissuferðinni ;)
Skemmtu þér frábærlega í stóra eplinu :) hlakka til að taka kaffibolla með þér þegar þú kemur heim
kv
sandy
til lukku með nýja djobbið og góða skemmtun í NY:)
Skrifa ummæli