mánudagur, júní 23, 2008


Þessa dagana er að vinna við stærsta tónlistarviðburð sumarsins.
Björk og SigurRós (ásamt Ólöfu Arnalds) verða á sviði við þvottalaugarnar frægu, í Laugardal laugardaginn 28.06.
Eftir að hafa komið að fjölmörgum tónleikum í Reykjavík (og nokkrum utan Íslands) þá finnst mér þetta alveg óendanlega spennandi verkefni. Ekki bara af því að þetta eru fyrstu útitónleikarnir mínir, en þeim fylgja ótal nýjar áskoranir. En þetta eru líka tónleikar sem eru unnir með hugsjón einni að vopni. Hér nýti ég því bæði áralanga reynslu mína í tónleikahaldi og nám mitt saman í fyrsta sinn. Ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur.

Síðast liðið föstudagskvöld fór ég í göngu ásamt frábærum hóp af fólki inn í Reykjadal. Við gengum um holt og hæðir inn í dalinn sjálfan, skoðuðum nýja hveri sem við teljum hafa orðið til í skjálftanum um daginn, og innst í dalnum böðuðum við okkur í hveralæknum á meðan við fundum fyrir töfrum sólstöðurinnar um miðja nóttina. Að sjálfsögðu létum við Jónsmessuhefðina frægu ekki eiga sig;)

Restin af helginni fór svo í sólarsetu í mínum eigin garði sem og garði Maríu og Vífils. Afrakstur helgarinnar er því ömurlegt sólarfar á bringunni (bein lína fyrir ofan brjóstin) og staðfesting á því að María og Vífill eru höfðingjarNIR heim að sækja. Kampavín og rækjuréttur bara sísvona. Það þarf ekki mikið til að vinna mig yfir! Ég er flutt inn til þeirra.

Ps. Og já þú þarna leynigestur, eða frík! ég skal hitta þig í kaffi. Forvitni rekur mann alla leið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I like your tan.
Takk fyrir komuna það var ossamikið gaman að hafa þig! :)

Nafnlaus sagði...

Vildi að ég gæti komið á tónleikana. Er enn með gæsahúð eftir svar hennar Bjarka. Vá!

Rósa María

Dilja sagði...

Rósa þú horfir á mbl.is! útsending þaðan