miðvikudagur, apríl 30, 2003

Úff, núna er massasparnaðaráætlun farin í gang. Ég er á hausnum! Svíþjóð setti mig á hausinn...og bara almenn eyðsla síðustu vikur. Fæ u.þ.b 3ungi minna útborgað þessi mánaðarmót en ella...þannig að allt er í klessu. Núna er bara að bjóða sér í mat til fjölskyldunnar, engar kaffihúsaferðir, ekkert djamm, engin föt, ekkert bíó. Ætla bara að vera chillaða Diljá, sem fær lánaðar videospólur hjá bræðrum sínum (þeir eiga litla videoleigu heima) og Kollu, fer á hestbak með Arnhildi og fer í göngutúra sem kosta ekki neitt. Ég ætla að standa við þetta...ætla! Vil frekar eiga einn blankan mánuð og rétta fjármálin við heldur en að vera í rugli í allt sumar. Er það ekki?

En annars...;
líður mér betur en sl. daga. Samt svo skrýtið allt saman. Eiginlega finnst mér stundum bara krúttlegt að vera í "ástarsorg". Þetta er e-ð sem allir ganga í gengum e-n tíma á ævinni. Svo á ég líka æðislega vini og foreldra. Skil stundum ekki afhverju þessi steinn er í maganum. Það er svo margt í lífinu sem er svo gaman.

Nema:... Vott ðe fokk: það er byrjað að snjóa 4 kræíng át lád!!!!! Allavega e-r slydda hérna fyrir utan. Hvað er það???

Engin ummæli: