Ég var að vinna í Hskólabíói á miðvikudagskveld en þar komu fram gamlir Verslingar. Ég var svona að sjá um að allir væru á réttum stað á réttum tíma. Helga Möller var þarna að syngja (því miður ekki disco) og svo var ég að bíða með henni á hliðrvængnum þegar ég fann prumpulykt. Meikaði ekki að þetta væri að gerast þannig að ég lét eins og ég finndi hana ekki þá kom Frú Möller: "Afsakið en ég var að prumpa, veit að það er voða lykt hérna"
Ég: *uml´* og starði bara fram fyrir mig en eftir smá stund; " Veistu Helga ég er ekkert smá ánægð með þig að viðurkenna þetta"
Helga: "já ég veit, ég meina það gera þetta allir, bara leiðinlegt hvað það fylgjir þessu vond lykt"
Mér finnst hún ekkert smá frábær hún Helga Möller! ...Síðan þá höfum við vinkonurnar að vísu kallað "aðprumpa" "að möllerast", eða "ég er Möller núna" hehhhh. Æ ég fæ samviskubit að tengja greyið konuna við prump....hahahahhahha
Engin ummæli:
Skrifa ummæli