miðvikudagur, apríl 16, 2003

Miðvikudagur=Föstudagur....djö eru páskarnir alltaf hressir!

Ég er svo hress og fresh, alltaf svo gaman að vera Diljá! Samt það er eitt sem ég er að furða mig mikið á núna; Ég var að rúlla hérna yfir nokkur blogg í bloggheimum og las þá að það eru alveg fullt af liði sem ég hélt að væri hipp og cool, sem fóru á Scooter tónleikana.....og voru að fíla þá í tætlur!...hvað er það??? mér er spurn! Skil ekki svona...

Annars eru páskarnir nokkuð þéttir hjá mér. Í kvöld ætla ég loksins að sjá Bowling 4 Columbine. Er að spá í að kaupa svona kort á 101 kvikmyndahátíð, það eru nefnilega soldið margar myndir sem mig langar til að sjá þar á bæ.
Ekkert djamm fyrir mig í kvöld annars btw.

En á morgun ætla ég að leggja borg undir fót (má maður ekki taka svona til orða líka??) og skreppa í "útálandferð". 4 stelpur og 4 strákar, einn sólarhringur, grill, brennívín, gítar, leikir...... Shit hvað það verður gaman...það vona ég allavega! Þekkji gaurana ekki neitt, hef einu sinni verið með einum þeirra í eftirpartýi fyrir 4 árum, that´s all! En gellurnar eru nú nákomnar mér; Maj-Britt, Sigrún og Helga Guðný. Þess má geta að það hafa verið send á milli 100-200 e-mail um þessa ferð...alltaf gaman að plana;)

Á föstudaginn langa er svo aðaldjammið! Rokk í Reykjavík, teiti á Njallanum held ég bara. Ekki alveg skipulagt...
Páskarnir verða svo bara í nostalgíu hjá fjölskyldunni, leita að páskaeggjum á náttfötum (ég ætla samt ekki að borða neitt páskaegg:) ég er alltaf í Báruátaki og það gengur ekkert smá vel!

Engin ummæli: