Jæja ég verð bara að segja að hamingjan mín heldur áfram. Mér líður eins og ég sé á skýi og inní mér er púði sem skýtur gleðitilfinningu á 5 mínutna fresti. Síðustu dagar í lífi mínu hafa verið svo frábærir, eru þeir frábærir af því að mér líður svona vel eða líður mér svona vel af því að allt er svona frábært? Jaah það er spurning...
Allavega; þá er ég núna stödd í faðmi fjölskyldunnar og er búin að vera hér síðan í morgun. Ég á svo frábæra fjölskyldu, ég bara get ekki sagt það nógu oft. Pabbi minn og bræður eru svo ógeðslega fyndnir og svo er svo gott að losa um ólina sem er stundum utan um hjartað mitt við pabba. Hann er svo góður hlustandi og leiðbeinir mér svo vel. Einnig er fólkið mitt með svo góðan tónlistarsmekk, við hlustum mikið á flotta músikk og tökum smá hnykk á stofugólfinu;)
Samt er ég mest í svona sigurrós stemmningu, hún er meira svona fljótandi. Svona eins og ég er núna... Í nótt var ég að keyra uppí Kjós með vini mínum, sigurrós í botni, bara þögn, ekkert tjitt tjatt um ekkert og bara svört nóttin fyrir utan. Þetta er eitt af mínum uppáhalds mómentum sem ég mun geyma og ekki gleyma. Annars eru soldið mikið af slíkum mómentum búin að safnast í uppáhaldssafnið hjá mér sl. dagana. Ég er búin að vera leika leik. Æ ég ætla kannski ekkert að fara útí reglurnar hérna, en þeir skilja þetta sem skilja. Allavega þá gengur mér vel að spila þennan leik núna og ég vona bara að ég tapi ekki leiknum. Þetta er nefnilega svo skemmtulegur leikur. Þannig að: Elsku vinkonur mínar sem lesa þetta; ekki reyna að segja mér að hætta þessum leik, hann gerir hamingjusama á meðan mér vegnar vel og er það ekki málið? Á maður ekki að njóta augnabliksins? Er það ekki það eina sem við höfum?
....Og já ég geri mér fullkmlega grein fyrir dýpt og væmni hér á síðu rokkara með meiru. En þetta er ég NÚNA, þetta er Diljá augnabliksins...hehhh. Auk þess er í tísku að blogga svona...Lesið bara www.kollster.blogspot.com td. Þar er ein af þeim manneskjum sem ég elska mest að gera eins; reyna að útskýra hamingjuna, talar undir rós....Samt erum við pínku hræddar....en það er bara þegar við hugsum um fortíð eða framtíð, er það ekki Kolla?
Jæja, ég ætla að fara þvo á mér súkkulaðihúðaðaputtana.....hmmm Bára? Hver er það? Páskaegg? Já í maga mínum....hvað erum margar hitaeiningar í páskaeggjum?? Fokk itt;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli