þriðjudagur, apríl 08, 2003

Jæja þá er komin þriðjudagur og afmælishelgin mikla er yfirstaðin! Þetta var alveg fullkomin helgi!

Á föstudaginn fór ég beint eftir vinnu yfir á Brennsluna með gellunum úr Eymó. Eitt hvítvínsglas varð að þremur og það var frábær stemmning. Hláturinn og málrómurinn hækkaði með hverju glasinu og umræðuefnin alveg að gera sig, hehhh! Svo eftir Brennsluna fór ég tipsý á Nóa Albínóa með Dóra. Honum leist ekkert á mig í þessu ástandi á þessari hææææægu mynd. En hún er ekkert smá góð, mæli með henni og það í bíó!

Laugardagurinn var prógram frá A-Ö. Vaknaði snemma og fór í allsherjar stúss með Svönsu og Oddlaugu. Þræddum Holtagarða. Ótrúlegt hvað maður getur alltaf keypt mikið í IKEA, ég var komin með fulla körfu áður en ég vissi af. Svo hentumst við í að lita á mér hárið. Svo var haldið í Bláa Lónið; ég, Ragnar, Sigga og Oddlaug. Fjölskylduleikurinn alveg í botn. Það var yndislegt þarna í Bláa Lóninu, bara greinilegt að þangað fer fólk til að gera margt annað en að láta kísilinn gera vel við húðina sína, eeehuummm!

Komum heim á Njallann um það leiti sem ég átti von á fólki í kokteil. Allt sett á span, sem betur fer á ég svo yndielga vini sem hlupu hérna um og tóku til, bjuggu til kokteil og greiddu mér. Takk yndin mín! Kokteilpartýið lukkaðist vel, róleg og settleg stemmning, við erum svo fine og dandy, ég og vinir mínir sko! Svo héldum við niður á Tapas. Alltaf svo traust þarna á tapas, yndilegt starfsfólk. Nema kannski að ég var skráð sem "Sofia-----15 manna borð" en það var af því að ég tók svo oft fram "sófinn", ég vil fá sófann! ahhahahha

Við tók mikil hvítvínsdrykkja og uppúr miðnætti kom svo Fyllikallinn og hafði hann sinn heittelskaða gítar með sér. Vá hvað það varð mikið stuð. Allur staðurinn var orðin eitt partý....mitt partý;) Eftir Tapas tók svo nokkuð hefðbundið djamm við, 22, sirkús. Ég húkkaði e-n bíl og sannfærði gaurinn um að hann væri að harka og lét Dóra borga honum 2000 kall fyrir þessa stuttu ferð.....úpps. Vakti ekki mikla lukku eeehuummm! Síðast þegar ég húkkaði svona e-n þá taldi ég upp sjónvarpstdagskrá RÚV eins og ég væri búin að læra hana til prófs (mundi ekki eftir því að hafa svo mikið sem litið á hana), svo þegar við komum á áfangastað dró ég upp vísakortið þrátt fyrir að hafa haldið langa tölu um hvað hann væri nú almennilegur að skutla okkur stöllum! já ok, bakkus gerir mann víst svona....gamanaðesssuhhh

Sjálfur afmælisdagurinn fór svo bara í þynnku, taka á móti símtölum og smsum. Ég fékk mjög fallegar gjafir. Langar að nota tækifærið í að þakka öllum fyrir smsin og pakkana og símöl...spes þakkir til Söru í danskalandi;)
Um kvöldið varð ég svo að vinna, Kolla sæta kom með mér og gaf mér gill, nudd og fiktíhári allt kvöldið. Hvað er betra??? Englarinr vita hvað þeir eru að gera....ha? Kolla;)

Fleira var það ekki...

Engin ummæli: