Á íslandi er þannig veður að þegar það kemur sól og logn þá fær maður samviskubit yfir því að vera að hanga inni...að blogga td. En eins og núna er svo margt sem ég þarf að gera hérna inni; taka til, þvo þvott, sækja um námstyrk hjá Búnaðarbankanaum. Úti hef ég ekkert að gera, en samt er ég með manískt samviskubit yfir því að vera ekki úti til að vera úti.Djöhh...
Fer samt út á eftir á að fara á fund um 3....best að labba á hann hvar sem hann er í borginni, hehh! Ok ég er ekki með samviskubit lengur...ég er nefnilega á leiðinni í göngutúr á eftir sko;)
Svo er eitt: ég er búin að sjá það núna formlega og búin að gefast upp samviskusamlega að ég GET EKKI sett á mig brúnkukrem. Eða jú ég get alveg sett það á, en ALLTAF já alltaf eru rákir og klessur í kringum únliðinn (hva...hvernig í andsk. á maður annars að skrifa þetta orð...?) Og það versta er að ég er bara búin að venjast þessu....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli