Jæja þá er það ákveðið!
Afmælisplanið er komið. Ég á sko afmæli á sunnudaginn en ég ætla að halda uppá það á laugardaginn. Við ætlum að fara nokkur saman í Bláa Lónið um miðjan daginn. Vona bara að veðrið verði gott. Svo þegar við komum í bæjinn fara allir heim til sín og fara í sparigallann. Klukkan átta mæta svo allir sem boðnir hafa á Njallann í kokteil (vantar hugmynd af kokteil fyrir marga og ekki of dýrt btw) Svo marserar hersinginn niður á Tapasbarinn og þar verður hyggeligt late night dinner party.
Ég gerði þetta líka í fyrra, þeas halda á Tapas. Og svo hafa nánast allar vinkonur mínar gert það sama...en það er bara allt jafn pottþétt þarna og bregst ekki, þannig að afhverju ekki gera þetta bara aftur? Ég held að þetta verði yndislegur dagur.
Annars er ég mjög spes afmælisbarn. Ég er ekki þessi týpa sem vill pakka hægri vinstri, en mér finnst mjög gaman að vera AÐAL, fá alla athyglina og fá fullt af símtölum og smsum og meilum og svona vesen e-ð;) Þannig að hér með minni ég á afmælið mitt! Ekki gleyma að láta mig vita að ég sé AÐALgellan þann daginn, ok? hahahahhha
Engin ummæli:
Skrifa ummæli