Síðan á miðvikudaginn er ég búin að hafa það fínt. Voða mikið á fundum og stunda gymmið og fara í jóga og sund. Ég er bara að gubba´ég er svo mikil heimskona á uppleið. Að vísu er ég búin að vera MJÖG MIKIL KONA um helgina, þeas kona sem er pirruð útaf engu...já sumir dagar í mánuðinum eru einfaldlega svoleiðis. Ég var ein af þessum konum sem vældu, kvörtuðu, skipuðu, yfirheyrðu og kenndu öðrum um allt. Allavega samkvæmt honum Dóra vini mínum sem fékk ALLAN þennan pakka frá mér...."honum var nær að eyða nær allri helginni með mér" hahahahahahahha...Fyrirgefðu elsku Dóri minn:) Eins og hann lesi þetta e-ð samt! Listamaðurinn.
Ég gat ekki notið fallega veðursins á laugardaginn, nei ég var sko inni allan daginn að húka uppí Borgó frá 8-5(eitt af mínum vandmálum um helgina sko) Þess vegna gerði ég heldur ekkert á föstudagskvöldið, ÚTAF því að ég þurfti að vakna kl.7. Jú að vísu fór ég í heimsókn til Ragnars á Ölstofuna. Sat þar ein á barnum með hvítvín og hnetur. Jesúss ég kalla það sko að vera heimskona. En svo fór ég bara snemma heima að kúra yfir víthejós.
En laugardagskvöldið var svo aldeils skemmtilegt skal ég nú segja ykkur. Ég fór og hitti Örn og Magga á Ölstofunni, þar sem hann Ragnar er að vinna á staðnum fékk ég ekkert annað en júmbó cosmopoltan, alveg að gera sig!! Svo kom Sigrún sætasta sæta á HÁHÆLASKÓM! Við ákváðum að kíkja á Kaffibarinn, hef ekki komið þangað 4 eitgjes. Þegar við komum inn var e-ð íslenskt júróvisjón lag á fóninum, kíkti í Dj búrið og sá að þarna voru uppáhöldin mín GULLFOSS OG GEYSIR og það á Kaffibarnum. Þeir hafa ekki verið þar í marga mánuði, sprengdu víst kerfið svo oft og fóru í bann.
En þeir á KB klikkar ekki. Shit hvað ég dansaði mikið, man nú samt ekki eftir því að hafa hertekið e-t borðið, hélt mig bara á gólfinu í þetta skiptið. Sigrún var ýmist að finna stól til að sitja á því hún var í HÁHÆLUÐUM skóm, hringja í vini sína, fá sér ferkst loft eða skila drykkjum sem líkaminn var að hafna...eeeehummm. Sá ekki mikið af henni. En ég hitti marga, ég þekkji svo mikið af hip og cool liði og það lætur sko sjá sig á KB ;) hehhh!
Í þynnkunni reifst ég eins fram kom hér að ofan og hafði gaman af. Svo fór ég til Hörpu, en hún var að fara í afmæli þannig að hún skildi mig eftir og setti "Itchy palms" á fóninn á replay áður en hún fór. Ég lá í móki í 2 tíma uppí sófa hjá Hörpu...það gerir 120 mín, lagið er 2 mín.....já ég hlustaði 60 sinnum á Ichy Palms!!!! hvað er að gerast??? hahahahahah
Jæja, í dag er mánudagur, einn besti mánudagur í heimi, búin að vera alveg yndi. Fékk morgunheimsókn. Arnheiður og litla daman hennar hún Þórdís komu í morgun færandi hendi og svo láum uppí rúmi að leika við litlu kettlingana. Um hádegið var svo farið á Súfistann með Ragnari, Svanhvíti og Sigrúnu. mmmmm alltaf best að taka með sér FULLT af bókum og blöðum og sitja svo bara og gleyma sér....elskaþaðhh!!
Jæja ég ætla að drífa mig í gymmið....sorry hvað ég er alltaf langorð! Lífið er stutt og ég vil fanga það á skjáinn.... (váhh hvað ég poetic stundum)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli