Í dag er síðasti dagurinn minn í Eymundsson, soldið skrýtið, soldið súrt en í senn er ég líka spennt og ánægð. Því ég er að fara að vinna í svo skemmtilegu verkefni sem hæfir Diljá stúss og skipulagsfíkli vel. Skemmtileg tilviljun að í dag er einmitt pæjudagur hjá okkur gellunum hérna í Eymó og svo eftir vinnu ætlum við yfir á Brennslu í drykk og nasl...og bara babla um allt nema vinnuna. Þetta er einskonar kveðjuhóf fyrir mig bara;)
Ég var komin á fætur klukkan 7 í morgun og hentist í hoppið og skoppið með kellunum. Þetta er yndislegt þarna hjá Báru, bara svona kellur í leggings og LA gear skóm frá ´91. Ég er svo stolt af þeim, þær eru svo með þetta á hreinu. Halda taktinum mun betur en ég. Það versta við svona átak er að því meira sem ég ´"má ekki" því meira fokkast allt upp þarna uppi. Núna er ég í svona matarlista frá Báru sem er bara oggu ponsu e-ð. Aldrei hefur mig langað jafn mikið í allt sem ekki er hollt. Eða bara allt sem er ekki á seðlinum. Ég meina það er soldið sjúkt að vakna og langa í nautasteik eða e-ð slíkt...HA? Ég er bara allan daginn að kreeeifa í e-ð gums....oooh alveg óþolandi. EN ÉG SKAL.... ég skal vera dugleg og verða megabeib sumarsins 2003.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli