jæja þá er þessi hátíð offísíöllí gengin yfir. Líkaminn er ennþá að jafna sig eftir MIKINN mat og vín, LÍTINN svefn og SVAKA stuð!! Mér líst vel á þetta nýja ár. Áramótaheitin eru eftir farandi:
-afþýða ískápinn (traustir lesendur muna kannski eftir því að rokklingurinn röflaði um að fara drífa í þessu í ÁGÚST!!!) en nú verður drifið í þessu...
-tryggja mig og íbúðina mína....er búin að vera á leiðinni að þessu alt of lengi. Fyrst hélt ég að þetta væri svo dýrt, en svo komst ég að því að þetta er slikk...GJÖF EN EKKI SALA!
-sækja um skóla í Hollandi...það er ferli úff!!!
-láta laga hitaveitukerfið í íbúðinni minni....þá kannski hætti ég að fá 10.000kr. reikninga á mánuði. Ef ekki laga hitann þá vil ég finna sundlaugina sem ég kyndi dagsdaglega!
-raða 30 filmunum sem ég hef tekið síðan ´99 í albúm...OG skrifa við hverja og eina þeirra.
-vera meira með ömmunum mínum og öfum...segjir sig sjálft:)
-svo eru það auðvitað kílóin..ég stefni á 10! hmmm
-svo er eitt sem er leyndó...langar ekki að vera væmin núna á síðunni minni:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli