sunnudagur, janúar 19, 2003

Jæja þá er kominn sunnudagur og ég er í vinnunni. Mér finnst ágætt að vinna á sunnudögum. Ef ég mætti ráða, þá myndi ég alveg nenna vinna á sunnudögum og svo eiga ´frí á mánudögum. Þannig var þetta síðasta vetur. Mánudagar voru þá uppáhalds dagarnir mínir. Þá svaf ég út, fór að missa kíló í ræktinni og svo á Súfistann. mmm þetta var alltaf jafn ljúft.

Á föstudaginn var gaman. Kollan mín varð árinu eldri og blindfull. Hún var með gett2geðer á Ölstofunni. Ég drakk mig tipsy þar og söng "mikið lítur þú vel út beibí, frábært hár" á repeat. En fyrir þá sem vita var þetta bara kaldhæðni, því hún Kolla er rauðhærð. Stórgölluð greyið, OG ekki bara rauðhærð heldur líka samkynhneigð. Stundum bara skil ég ekki hvernig ég get verið vinkona hennar. ;)
Svo tók við eðaldjamm, en samt sem áður mjög venjulegt í alla staði og ekkert kom mér á óvart. Jú kannski eitt eða tvennt. Ég heyrði kjaftasögu um sjálfa mig. Fannst það soldið spaugað.

Í gær var þynnkiudagur sem ég kýs að gefa einkunina 10 sléttar. Hann var fullkomin:
Vakna og finna að þynnkuhúmor er til staðar, borða steiksamloku á vegamótum, heim að horfa á simpsons, sofna út frá simpsons, verða sótt og skutlað í þynnkupartý, allir í náttföt og uppí rúm, spjallað á nokkuð spes plani...enda þunnar, stofan breyttist í útilegu; dýnur, púðar, teppi, sængur útúm allt, videomarathon, gos, snakk og svo toppurinn á öllu: Diljá Ámundadóttir sofnaði ekki yfir myndinni, eftir videoglápið var spjallað og hlustað á Bowie. Mig langar að heita Diljá Bowie. Er að spá í að breyta nafninu mínu á MSN í Diljá Bowie.

Ég er farin í bili, tjékka á stöðunni hérna í vinnunni.
P.s. Ég er í klúbb hérna í Borgó,ég á að mæta með bláa sögu á næstu sýningu á HONK, umræðuefnið er frjálst en e-sstaðar á að koma fram karamellur og gönguskór. Ég er engin sérfræðingur í bláum sögum þannig að aðstoð er vel þegin:)

Engin ummæli: