laugardagur, janúar 04, 2003

ég er búin að vera ógeðslega dugleg í dag. Tók Njallan minn alveg barasta í gegn (samt ekki 3.stigs þrif, tók ekki skápana) Amma og afi gáfu mér ryksugu í jólagjöf og ég er að segja ykkur að hún Melissa (ryksugan) fór hamförum. Mottan sem er undir stofuborðinu var svo skítug að þegar Melissa saug þá kom svona hvítt far eins og þetta væri auglýsing í sjónvarpsmarkaðinum (hvað varð um hann btw?) Núna er allt spitt en span og hér sit ég ein og sauma..eða svona meira horfi á táknmálsfréttir. Ég bara kann ekki að vera svona í fríi um helgar. Og hvað þá svona óþunn og full af orku. Var að spá í að bjóða e-um í mat en ég held að ég sé núna á leiðinni út að borða með Harps.

Núna er hún Sara farin aftur heim til odense-innar sinnar, snökt. Það var ekkert smá gaman að fá hana hérna á klakann yfir hátíðarnar, við náðum samt ekki að gera uppáhaldsiðjuna okkar eins mikið og við vildum...en c´est la vie! Við fórum samt á mánudaginn á Rómeo og Júlíu uppí Borgó. Ég held bara að ég gefi þessari sýningu fullt hús af stjörnum og rokkprikum og legg til að þú lesandi góður takir upp símann og pantir þér miða NÚNA!!! Allavega ætla ég að fara sem allra fyrst aftur!
Eftir la theatertripp biðu okkar miðar á miðnætursýningu á Ðe lord of ðe ríngs. Og já þeir sem þekkja mig vita hvernig fór nú í þeirri ferð; jú eða ég svaf þessa miklu mynd nánast alla af mér. Eeehhhuummm! Svo skildi ég hvort sem er ekki neitt, vissi ekki hvort var verið að tala um her, landsvæði, kóng eða hobbittatýpu þegar hugtakið sumarí (bleehhh) bar á góma. Og eftir að hafa spurt Dóra vin minn í byrjun hver Gollum væri og mætt augum manns sem hugsuðu "ok we lost her" hætti ég við að spyrja næst.....

En núna er klukkan 6 á laugardagskvöldi, best að fara að koma sér í slíkan gír. Ætla samt ekki að djamma í nótt. Er komin í djamm og strákapásu....
....sjáum nú til hvað þetta endist lengi.
Ég þarf alla vega að hreinsa aðeins til í kollinum mínum varðandi hitt kynið....og ég held að það gangi betur án áfengis....eða bara án gsm síma, hann er alfarið sökudólgur bullsins míns hehhhhh! Já er það ekki? Alltaf best að kenna öðrum um! Alla vega hef ég þá dauða hluti sem ég kenni um...;)

Engin ummæli: