miðvikudagur, janúar 08, 2003

Vinnurnar mínar

Eymó:
Það er svona 9-5 vinnan mín (er reyndar orðin 10-6, ekki slæmt). Þar vinna bara stelpur og það er ekki þessi tussumórall sem skapast oft þegar bara kvenmenn eru að vinna saman (eins og í Listahátið...úff) Heldur eru við allar góðar vinkonur og tekið er vel á móti nýjum starfskröftum. Þetta finnst mér mjög merkilegt nokk! En ég held að meginástæðan fyrir því sé frábær yfirmaður. Hún heitir Gunnur og er alveg með sitt á hreinu. Hún Gunnur er nefnilega búin að finna þessa fínu línu sem mér finnst að allir yfirmenn ættu að finna. Hún er í senn vinkona okkar og yfirmaður sem maður ber virðingu fyrir og vill vinna vel fyrir. Hún vill að öllum líði vel í vinnunni sem gerir það að verkum að við Eymundssondætur viljum gera okka besta...þrátt fyrir bág laun :)
Svo hafa líka bækur góð áhrif á fólk og viðskiptavinirnir hér eru eðal.

Borgarleikhúsið:
Fór úr litla Loftkastalanum sem ég var að vinna í í 5 ár og á MJÖG góðar minningar um. Kom svo í fullkomnasta leikhús landsins og missti áhuga á leikhúsum. Stóra sviðið í Borgó er verksmiðja sem framleiðir tilgerðarleg leikverk. Þess vegna mæli ég eindregið með litlu sviðunum í leikhúsunum og svo litlu leikhúsunum. Þar er neistinn, þar hefur fólkið sannan áhuga á vinnunni sinni og vinnur saman.
En þrátt fyrir þessa uppgvötun mína á stóra sviðinu (þar sem ég vinn einungis) finnst mér samt mjög gaman að vinna þarna. Ég er propsari og er eina stelpan í fögrum sviðsmannastrákahóp. Stundum elska ég að komast úr gelluvinkonuhópnum mínum, þar sem allt er analizerað og velt sér uppúr öllu, yfir í tjillað umhverfi piltana (ÞRÖStUR NÚNA ER ÉG AÐ MINNAST Á ÞIG!!!) og láta eins og fífl. Stundum sit ég með þeim heilt kvöld og grenja úr hlátri. Svo er ég byrjuð að vera svo mikill gaur. Ef ekki væri til kynlíf, þá væri oft þögn uppí reyk í borgarleikhúsinu. Ég er ekkert nema kjafturinn þegar ég er með þeim og læt þá ekkert ganga fram af mér þegar að þessu umræðuefni kemur!
Leikararnir eru mis skemmtilegir...en flestir eru nú bestu skinn.

Sjónvarpið
Já Kastljósið. Ég fundið fyrir því að fólki finnst e-ð flott við að vinna hjá Sjónvarpinu. Vinum mínum og vandamönnum finnst gaman að sjá þegar nafnið mitt kemur í kreditlistanum. Æ ég skil þau svo sem, ég man þegar Kolla vinkona vann þar og þá beið ég alltaf eftir nafninu. En núna finnst mér þetta ekkert merkilegt... En mér finnst fínt að vinna þarna. Þetta er fjölmiðill sem snýst um vönduð vinnubrögð og það er þykkur rammi utan um allt sem fer frá þeim. Fínt að læra vinnubrögðin undir slíkum aga. Gaman að keyra beina útsendingu á hverju kvöldi. Svo er ég að vinna með mjög góðu fólki...í RÚV eru líka laaaaaang bestu partýin. Þar kann fólk að rokka...íhaaaa!!!!


Tónleikar
Þetta er án efa uppáhaldsvinnan mín. Í henni sameinast flest það sem ég fíla að vinna með og undir. Skipuleggja, stússast, mannleg samskipti og góður yfirmaður/menn!!! Í kringum tónleika sem ég hef unnið á hefur skapast frábær stemming og það er alltaf sama fólkið sem kemur að þessu. Orðin eins og ein stór fjölskylda. Ég og Harpíta erum einu stelpurnar og kunnum að njóta þess í BOTN skal ég segja ykkur. Er það ekki Harpa?

Engin ummæli: