fimmtudagur, janúar 30, 2003

Mamma var að sortera bréf og einkunnir og annað eins inní skáp hjá sér um daginn. Þar fann hún e-sskonar dagbók sem ég skrifaði sumarið 1993. En fyrir þá sem ekki vita var það ansi örlagaríkt sumar í mínu lífi! Sumarið ´93 er sumarið sem ég byrjaði að drekka, djamma og hössla. Enn í dag man ég eftir hverri einustu helgi, upplifunin var svo mikil. Mér fannst nú heldur súrt að mamma skuli hafi lesið þetta: Þetta var á tímum sem mér fannst klassi yfir Tindavodka í sprite og uppleystum perubrjóstsykur, bjór var eins og gull (alltof dýrt að kaupa bara 5% alkóhólmagn) og maður toppaði skemmtunina með því að hafa "slummað" einhvern sætan. Sumar misstu jómfrúarstimpilinn það sumarið, þó ekki ég. Það kom seinna:)

Þó að ég muni þetta eins og þetta hafi gerst í sumar, var þetta frábær lesning. Ég var að lesa hugsanir og gjörðir mínar sem áttu sér stað fyrir tæpum áratug síðan (að hugsa sér!!!!)

Ég var gelgja með öllu! Allur pakkinn; flissið, töffarattetude, hópsál, óöryggið, skapofsi, málaði mig skelfilega illa, baktalið, fílapenslar, lygarnar og hraðinn í fullorðinsárin. Í einu orði sagt: FRÁBÆR!!

Sumarið 1993 og árin sem komu þar á eftir er efni í skemmtilega unglinga sögu...að mínu og minna vinkvennamati...að vísu ekki bókaútgefada held ég,

Engin ummæli: