fimmtudagur, janúar 09, 2003

Jæja!!!
Mér er búið að finnast svo gaman að lesa svona 2002 TOPP 10 LISTA hjá góðu fólki eins og Maj-Britt og Jóa, þannig að ég ákvað að gera einn slíkan sjálf...
Árið 2002 var greinilega svo frábært að 12 urðu atriðin og erfitt að var að setja þau í röð eftir skemmtana og minningagildi. En einhvern veginn tókst mér að fá e-a mynd á þetta...GJÖRIÐISSSOVEL!

12. Coldplay og Airwaves
Tvö ólík verkefni í grúppíugeiranum en samt eftirminnileg á sinn hátt. Airwaves var mjög viðamikið og tók ég eiginlega of mikið af verkefnum að mér og varð ringluð af stressi undir lokin...en það er bara sætt hehhh:) Svo var Coldplay bara eintóm gleði og hamingja með Harpítu. Eftirminnilegast er þegar við vorum með nýja diskinn í botni í bílnum svo ég gæti lært textana fyrir tónleikana .....and the truth is...I miss you!!!

11. Skógar
Þar var haldin háskólaútilega fyrstu helgina í júlí. Svona 75% vina minna voru þar þannig að þetta gat ekki varið úrskeiðis. Eftir marathon gítarpartý og karlmann við arminn hélt ég í rómantíkina bak við skógarfoss og hélt að ég væri að upplifa ást við fyrstu sín....eeehhhummm! Já svona er maður oft vitlaus undir áhrifum. Því á sunnudeginum komst ég að því að gæjinn hafði fetish fyrir húfum og rænt minni og fleiri húfum.

10. Hótel Saga
Langþráður draumur varð að veruleika... ég og harpa enduðum djammið á Hótel Sögu í brekkfast. Hóuðum ótrúlegasta liði saman til að mæta á staðinn með okkur og kynntumst eðalhjónum frá Þorlákshöfn. Fengum samt ekki að leigja okkur herbergi...það var skyndilega "UPPSELT" hjá þeim í móttökunni, hmmm.

9.Sirkus
Hélt að ég myndi aldrei fara að vinna á bar. Blankheitin í upphafi sumars létu mig tjékka á málunum. Ég entist í 2 mánuði og skemmti mér konuglega á meðan. Maður fékk sér bara nokkur skot við og við og sötraði bjór á milli þess að vera afgreiða. Um 4 var ég komin í Coyote Ugly feeling og rokkaði bakvið barborðið....íhaaaa!!

8. Grill og þynnka á þriðjudegi
Harpa átti afmæli á mánudegi (9.júlí) og við kíktum hópurinn á kaffihús í tilefni þess. Ég veit ekki hvað gerðist en allt í einu vorum við orðin blindfull á leiðinni í eftirpatrtý til mín. Þar voru pantaðar flöskur hjá "betri taxa". Heimasætan(ég sko) dugði nú ekki lengi og rankaði við sér um 9 þegar hörðustu djammaranir voru enn að og fólk var að hringja sig veikt inní vinnurnar sínar:) Gerði hún það einnig.
Sólin var á lofti og hópurinn skellti upp allherjar grillveislu útí garði. Mmmmm þetta var æðislegt! Svo flatmöguðum við þar allan daginn með teppi og músík í grasinu og bjuggum til blómakransa í hárið. Þega sólin settist heldum við á Ítalíu og fengum okkur pizzu. Þar voru ítalskir tónlistarmenn sem settu stemmninguna í hámark. Fólk byrjaði að dansa og syngja og klappa og allir í salnum voru vinir.....

7. Sigurrós
Ég get ekki líst þessu kvöldi. Kem þessu bara ekki í orð....sorry!

6. Menningarnótt
Allt kvöldið frá upphafi til enda var fullkomið...allt sem ég gerði, allir sem ég hitti, allt sem ég sá...þetta var allt svo gaman. Plús það að veðrið var frábært. Um nóttina dansaði ég í 6 tíma uppá stól á Vídalín, enda voru Gullfoss og Geysir að þeyta skífum.

5. Kolla
Það var kannski ekki allt gleði gleði árið 2002. Spítalaferðinrnar hennar Kollu létu mig fá illt í hjartað mitt og ætli að ég hafi haft mestu áhyggjurnar af öllum. Sem betur fer er Kolla spræk í dag og þetta verður allt í lagi allt saman. Svo getum við nú líka rifjað upp fyndnar sögur af heimsóknum mínum á las hospitalos. Mér varð svo á að sjá vinkonu mína svona umvafða í snúrur og og umbúðir að ég fór og gubbaði á klósettinu...já smekkleg og uppörvandi vinkona þar á ferð verð ég að segja...hmmm!

4. Riverrafting
HÁS-klúbburinn smyglaði sér með í kynningarferð fyrir ferðaskrifstofurnar og hótel starfsmenn í riverrafting niður Hvítá. Ég lét eins og 8 ára strákur og fór í bardagaleiki og enginn lennti eins oft í ánni og ég. Þetta var æði!!! Næst ætla ég í straumharðari á, fyrir norðan.

3. Náttfatapartýin
Ég og Sigrún héldum snilldar náttfatapartý, helgi eftir helgi s.l vor. Þetta var aldrei fyrirfram ákveðið en við enduðum alltaf með 2 gæja heima sem fóru í náttföt (auðvitað) og gistu. Daginn eftir fórum við alltaf á Vitabar í þynnkybörger. Starfsfólkið var byrjað að glotta talsvert þegar það sá okkur með nýtt hyski...öll meygluð og að sjálfsögðu í náttfötunum ennþá:)

2. Köben
Ég ákvað að sleppa íslenskri verslunnarmannahelgi og hendast frekar til Petru í Köben. Var hjá henni í viku og þessi vika var yndisleg í alla staði. Alveg eins og ég sá hana fyrir mér. Við vorum bara að hanga í bænum á kaffihúsum, búðum og Kristjaniu. Duttum aðeins í það að sjálfsögðu. Það besta var eiginlega að við vorum á trúnó allan tímann og hreinsuðum svo mikið. Ég kom heim í svo miklu jafnvægi eftir að hafa losað mikið um e-ð sem lengi hafði legið bælt undir niðri. mmmm

1. Íbúðin:)
Ég held að momentið þegar ég fékk tilboðið samþykkt vermi efsta sætið. Ég var heima hjá Söru þegar fasteignasalinn hringdi í mig og hálfsönglaði í símann: "Þú átt íbúð"!!! Vá ég grét af gleði. Ég og Sara tókum stríðsdans af ánægju, og öskruðum og föðmuðumst. Svo hringdi ég vælandi í mömmu og pabba sem klökknuðu líka fyrir mína hönd. Draumaíbúðin mín var orðin mín og flutti ég inn 1,5 mánuði seinna. Mmmm þetta var æðislegt, allir hjálpuðu mér og það voru gerð skemmtileg málningarkvöld og innfluttnginskvöld.
Hér sit ég nú og verð bara ánægðari og ánægðari....

Engin ummæli: