Gleymdi að segja ykkur frá gamlárs....
ég gerði engar væntingar og var til í hvað sem er....þetta er bara ein allra besta uppskrift að kvöldi sem mér hefur borist. Byrjaði á að borða rjúpur með fjölskyldunni, þetta var eiginlega í fyrsta skiptið sem mér finnst þær vera æðislegar. Eftir mat sofnaði ég í gellufötunum með star-trek greiðsluna upp í sófa (hmmm góð byrjun á mestu gleðinótt ársins) Svo fór ég í boð til svönsufjölskyldu. Mér til mikillar gleði skildi ég ALLT skaupið og var það í fyrsta skiptið sem ég gerði það. Skrifa ég það á starf mitt í Kastljósinu, þar kemst maður nú ekki hjá því að vera með slíka hluti á hreinu. Svo kom uppáhaldið mitt: skála í kampavíni uppá Hallgrímskirkjutúni undir flugeldaveislu nágrannans sem eyðir tugum þúsunda í að kveðja gamla árið..takk fyrir mig.
Mér og Svanhvíti var ekki boðið í neitt partý (já ég veit...sorglegar, en okkur var slétt sama) þannig að við ákváðum að kíkja bara e-ð niðrí bæ. Fyrsta stopp var eðalbúllan Kaffi Viktor. Það var eins og að koma inní ZONE. Ég var með galopinn munninn allan tímann, jesúss minn; hvaðan kemur þetta fólk???
Síðan héldum við á vegamót þar sem uppáhálds DJarnir mínir voru að rokka; gullfoss og geysir sko:) Þar tjuttaði ég með fólki héðan og þaðan fram á morgun. Um 7 leitið dröslaðist út og gekk þá í fangið á engum öðrum en manni kvöldsins: Skara skrípó! Við ákváðum að fara uppí grafarvog í taxarúnt...ferðin uppí grafarvog og til baka kostaði ekki nema 5000kall...hmmm ekki nema: Gjöf en ekki sala!
En svona á þetta að vera á gamlárs...FOKK ITT. Bara ruglum bull. Er það ekki...?
Nýársdagur var bara knús og leti með manneskju sem segjir sex..einmitt eins og ég vildi hafa það:)
ðats itt folks!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli