Ég held að þetta sé í fjórða skiptið sem ég reyni að koma e-u bloggi hérna "á blað" í vikunni. Í fyrsta skipið eyddist óvart allt. En það er allt í lagi þar sem að það var bara e-ð væl þegar ég var lasin síðustu helgi og var e-ð lítil í mér. Í hin skiptin hætti ég við, mér fannst þetta einfaldlega of döll. En svo fór ég að spá; Afhverju blogga ég og hvernig bloggari er ég? Að mínu mati er ég nokkuð "sigtandi bloggari", þ.e.a.s ég reyni að sigta út það skemmtilegasta og áhugaverðasta sem gerist í mínu lífi. T.d ef ég lít á listann sem er hér að neðan um árið 2002 þá er mikið djamm og svona inní þessu. En auðvitað er þetta ekki líf mitt í hnotskurn. Það var ýmislegt sem gekk á hjá mér sem stendur uppúr. En ég þorði ekki að segja frá því. Veit ekki afhverju... Kannski hef ég einfaldlega ekki vanið mig á það. Ég veit ekki....
Sumum finnst ég blogga voða persónulegt og fá alveg í magann þegar þeir lesa bloggið mitt. Sumum finnst ég bara skrifa um djamm og sleik:) En samt sem áður er ég ég sjálf hérna. Ég sem bloggari réttara sagt. Sú mynd sem ég vil birta af mér hér. Hvað finnst ykkur, er þetta ég?
En undanfarnir dagar hafa ekki verið neitt spes. Engin drama, ég held bara dæmigerðir janúardagar. Lítið að gerast og fátt sem ég hlakka til að gera. Samt sem áður er ég að vinna í áramótaheitunum. Er byrjuð á nokkrum:
-Ég er byrjuð að vinna í skólaumsókninni minni. Hugurinn er komin hálfa leið til Hollands:) Ég er eiginlega komin með leið á þessu lífi mínu, í þeirri mynd sem það er í eins og er. Ég vinn mikið og svo djamma ég til að lifta mér upp. Ekkert nýtt að gerast. Bullið sem ég var í í lok nýliðins árs er búið. Sem betur fer?--Það veit ég ekki? En það er samt best fyrir mig. Gaman þegar það stóð sem hæðst, en mátti ekki ganga neitt lengra....allt er gott í hófi:)
-Ég er að fá tryggingamann til mín á mánudaginn, þá skrifa ég undir allsherjartryggingu. Það er nú save tilfinning.
-Ég er að fara í heimsókn til ömmu og afa á morgun. Amma er í skýunum, hún hlakkar svo til. Æ amma er æði....
Þetta er nú gott. Það er alltaf góð tilfinnig að slá markmið.
Jæja ég er að krókna úr kulda, verð bara að fá mér grifflur til að geta verið í tölvunni, hehhhh.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli