mánudagur, janúar 27, 2003

Fór í bankann áðan til að endurnýja visakortið mitt, en það týndist á 22 um daginn. Þegar stúlkan í afgreiðislunni spurði með ásakandi augum hvort það væri týnt þá svaraði ég án þess að hugsa mig um: "nei nei ég veit sko alveg hvar það er, en það festist á milli í eldhúsinnréttingunni"...hahahah hvað var það??? Svo var ég e-ð að braska meira þarna hjá henni, borga e-n reikning. Og spurði hvort ég þyrfti ekki að skrifa undir eða gefa upp leyninúmer. "Nei nei ég man alveg eftir þér, þú ert búin að týna flestum kortum hjá okkur og kemur svo oft.....":)

eeeehuuuummm!

Engin ummæli: