fimmtudagur, janúar 30, 2003

Það er e-r önnur Diljá sem er að feta í fótspor mín, þeas; stofna blogg og segja alheiminum sögu sína,( tékkið á fyrstu færslunni hennar, hmmm) Svo er hún líka í Kvennó, eins og ég var. En þessi Diljá kallaði mig tussu á sínu bloggi, en það skemmtilega vill til að ég skil hana alveg 100%. Mér finnst líka allar aðrar Diljár tussur. ÉG ER EINA DILJÁ!!! Sorry solleiðs er þetta bara. hehhh.

En það var frábært hvað könnunninn mín virkaði vel hér að neðan, Sigrún sleppti því að læra undir lögræðipróf í gærkveldi svo að hún gæti talið upp öll uppáhaldlögin sín...og svo á hún alveg 100 eftir. Þeir sem þekkja hana vita að þessi lög fara kannski ekki öll á playlistann hjá DJ ELD og DJ HRESSAR...þarf ekkert að útskýra þetta nánar sko. En ég kvet ykkur til að bæta endalaust við á lagalistann. Takk samt sem áður fyrir brill hugmyndos.

Ég fór áðan að ná í visakortið, og eins og á ÖLL hin kortin tókst mer að skrifa nafnið mitt aftan á kortið eins og 9 ára barn hefði gert það. Hvað er það? Afhverju getur ekki manneskja með alveg ágætisskrift skrifað nafnið sitt á kort sem hún þarf að nota....tjaa já ok, kannski 2 mánuði....MAX!!! ahhahahah

Engin ummæli: