Stundum meika ég ekki að ég er orðin fullorðin. Langar svo að vera bara 5 ára á leikskóla þar sem aðaltískan var að borða ekki kartöflur og segja dónaleg orð þegar fóstrurnar heyrðu ekki (annars var ég ein af þessum sem reif bara kjaft...) Eða ef ég væri ekki 5 ára vildi ég að ég væri í gaggó og ætti öll unglingsárin eftir. Ég er nýbúin að taka eitt af þessum upprifjunarkvöldum* með Hörpu vinkonu og við komumst alltaf betur og betur að því að við áttum eðalgelgju.
Ég líka búin að komast að því að ég er ekki tilbúin að kveðja æskuna. Langt því frá....
*þau ganga út á það að segja fólki sem við er nýbúin að kynnast(eða þeas voru ekki með á unglingsárunum) klikkuðustu sögurnar frá gelgjunni (12-20 ára...eða bara 23 ára eeehhummm) og svo halda að þeim finnist þetta jafn skemmtilegt og okkur.hahahahahhaah
Engin ummæli:
Skrifa ummæli