Ég er búin að skrá mig í alla nettilboðsklúbba hjá öllum ferðaskrifstofum en enn ekkert tilboð fengið. Það er bara afþví að ég er að bíða...þegar ég á engan pening og ekkert á leiðinni út þá streyma tilboðin inn í inboxið mitt. Eins og með peninga og fatabúðir; þegar ég á ekki krónu þá sé ég fullt og þegar á pening og er á "sætudögum" þá sé ég EKKERT. Og eins og með fólk sem er að vinna í afgreiðslu; þegar það kveikjir í sígó(bakvið) þá kemur kúnninn eða síminn hringjir.
Ég veit að allir þekkja þetta! Hvað er málið? Svo er eitt líka: ég er kannski að labba heim, allt í gúddí, svo þegar ég kem upp tröppurnar þá verður mér mál að pissa...svo þegar ég kem inn þá er ég bara liggur við að fara hafa þvaglát á staðnum, beint í bussurnar! Svona hefur þetta verið í mörg ár; útidyrahurðin vekur upp kenndir í undirmeðvitund minni sem lætur mig þurfa að pissa! Þekkjir e-r þetta?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli