Já halló
ég er geðveikt lélegur bloggari núna, bæði að skrifa og skoða. Það kannski segjir meira umm vinnuna mína en mig, hehh. Já það er brjálað að gera. Skrýtið hvað lífið sveiflast í hægðir og lægðir á milli daga. Í gær gekk allt upp og ég var svo ánægð með vinnunna mína, en í dag gengur ekkert upp og ég geng um gólf að skammast. Það var samt frekar fyndið þegar ég stóð í morgun á graginu fyrir framan alla kvartandi og kveinandi um allt og ekkert þegar ég uppgvötaði að ég hélt einmitt á dömubindi....já það var þessvegna sem allir horfðu á mig svona skilningsríku augum. En þetta var nú bara tilviljun;)
Samt gaman þegar maður er svona pirraður að gera hluti sem maður hefur frestað að gera af því að maður vill ekki vera leiðinlegur við annað fólk. Núna er ég í stuði til að pikkafæt og þess vegna hringdi ég í Intrum sem tók upp á því að senda mér rukkun uppá 12.00 frá Ríkinu, um skuld frá því fyrir ári. Það besta er að ég er búin að vera á svartalistanum síðan ´97. Alltaf svo hressandi að rífast í liði sem maður veit að hefur rangt fyrir sér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli