fimmtudagur, júní 12, 2003

Það er Radiohead dagur hjá mér í dag; ég hlustaði á tónleikaupptöku á leiðinni í vinnunna, þegar ég kom í vinnunna var verið að spila nýja diskinn, svo kíkti ég heim úr vinnunni í smá stund, þar voru amma og kettirnir að syngja karma police í kór. Amma er nefnilega í smá verkefni hérna hjá mér. Hún er svo yndisleg að hún bauðst til að afþýða ískápinn minn. Við erum að tala um ársbirgðir af uppsöfnuðum ís. Hún fann jarðaberjasúrmjólk sem mamma kom með handa mér þegar ég var veik í júní í fyrra sem var föst aftast í efstu hillunni....

Ég á bestu ömmu í heimi!

Engin ummæli: