Ég er að sofna hérna fram á borðið í vinnunni, er núna að blogga til að þykjast vera geðveikt einbeitt að sísla í hinu og þessu. Það var samt svo gaman í gær, ég verð nú bara að segja það. En ég er þreytt núna af því að það var gaman í gær.
Fór með Svanhvíti, Ragnari, Maj-Britt og kokkinum á kaffihús, fórum fyrst á 11-una og þar var tónlistin svo á há að ég fékk andlitsliftingu. Svo fórum við í Grease partyið sem var haldið á 5 hæð fyrir ofan apótekið, þeas MOHIJTO eða e-ð. Alveg rosalega posch staður en við fíluðum ókeypis bjór, fullt af mat og svo var herbergi með púðum og kertum, þar sátum við og nutum vel. Allir voru svo hressir og kátir og við dönsuðum líka. Mér fannst ég og Svanhvít vera flottastar á dansgólfinu, sérstaklega þegar Dirty dancing lagið; Do you love me? kom. Þá nutu gyðjulegir líkamar og taktfastir hnykkir sín svo vel. Leiðinlegt að það skildi loka klukkan 3. Ég hefði alveg verið til í meir. En núna líð ég fyrir metnað djammsins í gær, já er bara alveg að sofna... Svo á ég að meira að segja Kastljósið líka eftir, uuummffhh!
Kvöldið er planað: bíó með Maj-Britti ítölsku og svo að hitta Söru súper sem lenti klukkan 2 í dag á staðartíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli