þriðjudagur, júní 24, 2003

Siggi bróðir minn er 17 ára í dag. Við fjölskyldan höfum einmitt fyrir sið að velta okkur nakin uppúr dögginni á afmælinu hans í tilefni messunnar hans Jóns og tala við dýrin í sveitinni. En allavegana: ég er reyndar bara nýbúin að uppgvöta það að hann bróðir minn er mikill snillingur. Í mörg ár var hann bara unglingsgutti sem talaði óskýrt og horfði MIKIÐ á video. En núna hefur þetta áhorf skilað sér, Siggi ætlar sér að verða kvikmyndaleikstjóri og hefur nú þegar gert stuttmynd sem lenti í 3.sæti í samkeppni. Hann veit allt um kvikmyndir og hefur séð allt og hefur miklar skoðanir á. Svo teiknar hann heilu teiknimyndasögurnar sem innihalda frábæra karaktera og húmor í átt Simpson og South park.

Það að vera svona stoltur af systkyni sínu er ekkert smá spes tilfining. Alveg einstök tilfinning;)

Engin ummæli: