Fyrir akkúrat ári síðan var ég atvinnulaus í viku, sem kom sér nú alveg vel því ég var nýflutt inn og það var gaman að fara í IKEA og svo var svo mikil sól í þessari viku að Austurvöllur hélt mér fast í faðmi sínum. Í þessari viku byrjaði ég einmitt að blogga og í þessari viku ætlaði ég að mála baðherbergið mitt (sem er brúnrautt á litinn).
Í dag ætla ég að halda uppá daginn með því að blogga smá og svo er ég einmitt á leiðinni í Húsasmiðjuna að kaupa málningu fyrir baðherbergið og svo verður bara eksjón!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli