fimmtudagur, júní 05, 2003

Það er svo mikið að gerast hjá vinum mínum þessa dagana...

Sara: Hún er komin inní læknisfræðina í Odense, ég er svo stolt að ég væli einu cry baby tári 4-5 sinnum á dag...one salty lonley tear... En allavega; ef e-r á það skilið að hafa verið valin af 1300 manna hópi þá er það hún Sara. Til hami Húnngju!!!

Brynhildur: Hún á von á sínu 3ja barni í nóvember (jissúss ég vona að ég megi segja þetta hérna) og hún fékk að vita kynið í dag...ætla allavega að bíða með að kjafta því. Hún veit ekki einu sinni að ég viti það. En Brynhildur er hin fullkomna húsmóðir og móðir og allra besta vinkona sem maður getur óskað sér.....giiiiiðvikur djammari líka, allaveg þegar hún er ekki ólétt eða nýbúin að eignast einn unga;)

Arnhildur: Hún var að kaupa sína fyrstu íbúð og flytja inní hana sl. helgi. Ég óska henni og Hauki hjartanlega til hamingju. Þau eru búin að púla sl. daga við að koma öllu í stand. Svo fengu þau einn af kettlingunum....og það var kátt í höllinni, höllinni HÖLLINNI!!!

Maj-britt og Helga Guðný: :Þær litlu stöllur eru núna um það bil að lenda í Verona (já einmitt þar sem Rómeó og Júlía voru e-ð að deita). Þær ætla svo að ferðast um í Ítalíu næstu 3 vikurnar. Til hamingju Diljá; ég held að ég geti ekki öfundað þær meira! En guð hvað það verður gaman hjá þeim...Ég fer bara til Ítalíu í honnímúninu mínu sko!

Halla: Hún er bara orðin kennari 4 kræing át lád! Á meðan ég er búin er búin að vera slæpast í vinnum og rugli er hún búin að hrista eitt stykki háskólanámi útúr erminni...eins og ekkert sé! Ég er svo ánægð með hana. Og svo er hún orðin blaðammaður á Mogganum....alltaf í rauðvínu og chilli með aðalköllunum þar....eða bráðum:) hehh er það ekki Halla?

Mér fannst ég bara verða að deila þessu með ykkur. Svo eftir smá tíma kemur líka önnur svona montvinafrétt en það má ekki alveg strax...

Engin ummæli: