mánudagur, mars 31, 2003

vá hvað það var gaman um helgina!!!

Á föstudaginn fór ég með Arnhildi vinkonu og Hauk hennar heittelskaða í bíó. En þau voru einmitt að kaupa sér íbúð, til lukku ,með það!! Sáum óskarsverðlaunamyndina Chicago sem var bara svona la la. Ég var nú aðeins byrjuð að dotta sko...en það segjir meira um mig en myndina að vísu.

Laugardagurinn var tekinn snemma og ég skellti mér í ræktina, í e-n svaka púltíma. Þaðan lá leiðin í ljós og svo beint í seltjarnarneslaugina þar sem ég lét þreytuna leka úr og fyllti batteríin á meðan ég fylgdist með helgarpöbbunum leika við ungana sína, hehhh.
Síðan hélt ég heim og tók mig til og gerði Njallann voða hreinan og fínan. Þegar íbúðin var orðin fín, gerði ég sjálfa mig sæta og fór með Maj-Britt og Tinnu á Kvetchinn. Þetta var hin skemmtilegasta sýning sem kemur huganum á stað. Mæli mikið með henni.

Við vorum allar komnar með púka í okkur og í hléinu sagði ég við stelpurnar að ég ætti allt í "rússneskt kókaín" heima (fyrir þá sem ekki vita er það vodka staup, tekið með sítrónu, kaffi og sykri) Frekar fyndið að sjá svipinn á liðinu í kringum okkur. En allavega: heim fórum við og byrjuðum pent, áður en við vissum af töluðum við svo mikið að það var ekki nokkur leið að komast að. Blöðruðum um allt á milli himins og jarðar eins og vinkonum sæmir.

Þetta var eitt að þessum kvöldum sem allt gekk upp og allt var svo gaman. Þegar við komum niðrí bæ fórum við fram fyrir röð á ölstofunni, komum inn og þá var akkúrat að losna borð á besta stað. Svo komu Halli, Ilmur og Æsa með steikarlykt beint af Argentínu að hitta okkur. Hitti svo mikið af skemmtilegu fólki og allir voru svo hressir. Þetta er málið sem gerir djamm til þess að fara á djamm aftur. Svo vorum við komin með dansfiðring í okkur og hentumst niðrá Þjóðleikhúskjallara(engin röð, ókeypis inn) þar sem gullfoss og geysir voru að gera góða hluti eins fyrri daginn.
-Maríanna taktu eftir: Þar var hún Svanhvít að slamma í takt við rokk og ról með nýja pönk lúkkið sitt. Alltaf gaman að dansa við hana í sveittum fíling.En tíminn leið hratt og áður en við vissum af var búið að kveikja ljósin. Ekki að spyrja að því hvert við héldum næst....22; heitasti nætuklúbbur í bænum...hehhh. Alltaf gaman að dansa sig sveittan þar. Var aðallega að í mjaðmahnykkja dans a la Dórilórilei. Ég faldi jakkann minn svo vel að ég var í hálftíma að leita að honum, mundi ekkert hvar ég setti hann. Ekta ég!

Um 6 var maður orðin lúinn og ég laumaðist út og fór heim á trúnó með Dóra vini mínum, úff alltaf gott að létta á sér;)
Sofnaði með bros hringinn, enda búið að vera fullkomið kvöld frá upphafi til enda! Svona á þetta einfaldlega að vera.

Hlakka til næstu helgi því þá er AMMÆLIÐ mitt! Vantar uppástungur, láttu mig vita ef þú ert með eina slíka...

Engin ummæli: